Skip to content

Rocky Horror á Höfn

Þegar ákveðið var að setja upp Rocky Horror hér á Höfn þá gladdist ég töluvert. Sumir söngleikir, s.s. War of the Worlds, Little Shop of Horrors, Jesus Christ Superstar, Ziltoid the Omniscient, Hair, Tommy, Rocky Horror og máske eitt eða tvö í viðbót, er eitt af mínum guilty pleasure.

Það eiga örugglega allir einhver guilty pleasure - köllum það bara samviskugleði þar til bent verði á annað og betra orð eða orðasamband. Samviskugleði er eitthvað sem maður hálfskammast sín fyrir að fíla, s.s. söngvarar, hljómsveitir, kvikmyndir, bækur o.s.frv, sem samkvæmt allri ytri hegðun og áhuga, þá á maður í raun ekki að fíla. Ég tek Justin Timberlake og Robbie Williams sem dæmi af minni samviskugleði. Ég get hlustað á þá og dillað á mér rasskinnarnar án mikillar eftirsjá og ég mundi biðja um óskalag með þeim í vissum partíum.

Jafnvel þó maður upplýsi fólk um sína samviskugleði, og þykist ekkert skammast sín fyrir það þá, innst inni, veit maður að maður vill kreista fram eitt tár og helst snúa höfðinu aðeins til hliðar, kjökra og segja með smá ekkasogi “Já, ég fíla Rocky Horror *snökt* ekki dæma mig útfrá því! Ég hlusta samt á Mastodon, Entombed, Testament og Sepultura! Og svoleiðis þungarokk! Ég er harður! *snökt*” og svo hlaupa burt einsog kjeddling, hálfskjögrandi útaf ímynduðum megabobbingum og veifandi höndunum útí loftið með flöktandi bingóvöðva í vindinum.

En maður gerir það ekkert! Því maður er harður! Ég fíla metall!

*snökt*

En auðvitað varð ég að taka þátt í Rocky Horror, hvað annað. Ég og nokkrir aðrir hér á Höfn hafa verið með þennan draum í maganum í þónokkurn tíma að fá að setja upp Rocky Horror. Og auðvitað höfðum við vissar hugmyndir um hlutverkaval, útlit og annað.

Ráðinn var leikstjóri sem sagður var hafa einhverja reynslu í uppfærslu á söngleikjum. Það boðaði ágætlega. En hann var ekki búinn að vera hér í viku þegar hann kláraði að raða í hlutverk sem virtist hafa verið ákvörðuð útfrá útliti og rödd, en ekki, leiðist mér að segja, sérstaklega útfrá söng- né leikhæfileikum - enda var nú lítið leitað að ráðgjöf eða reynt alminlega á hópinn sem hafði áhuga á að taka þátt.

Þegar hann spurði mig “Ef þú værir leikstjóri og ættir að raða í hlutverk, hvaða hlutverk mundir þú setja þig í?” og ég sagði “Frank-n-Furter. Annars er ég eiginlega alveg til í að taka hvaða hlutverk sem er svo fremi það sé ekki Riff-Raff” og hann svarar um hæl “Já, einmitt það. En ég ætla setja þig í það!” og ég varð hugsi “Hmm, hvað?” er endaði með “Nú. Riff-Raff.”

Jahá, hugsaði ég með mér. Sá sem fékk mitt draumahlutverk var hræddur um líf sitt, og svaf með annað augað opið.

Svo þegar endanlegt hlutverkaval var rætt við leikhópinn sem tóku þátt. Þá stundi ég eilítið og sagði við sjálfan mig og þá sem vildu heyra “Gaurinn er nötts.” en ekki í svo fáum orðum.

Eftir þann fund lét leikstjórinn sig hverfa með þeim skilaboðum að við ættum að vera búin að klára að læra textann þegar hann kæmi aftur. Eftir tvær vikur. Og ég stundi enn og aftur og sagði við sjálfan mig og þá sömu sem vildu heyra “Gaurinn er fokking nötts!” nema í mun fleiri orðum.

Mér fannst þetta vera alveg afleit vinnubrögð. Útúrfokkingkú. En á þeim tveim vikum sem hann var í burtu fengum við því framgengt að fá smá hlutverkaskiptingu, einn nýjan leikara. Svo þurfti einn frá að hverfa og annar tók við í hans stað.

Sú tilfinning hvað mér fannst ýmislegt við þetta vera kjánalegt, fáránlegt og asnalegt stigmagnaðist í þá bölsýnisspá að þessi uppfærsla á eftir að klúðrast eitthvað. Það þróaðist í það að sýninginn mun verða hræðilegt lestarsslys af áður óþekktri stærðargráðu. Ég var lengi að hrista þetta af mér. Þetta var ástand sem varði í allavega þrjár og hálfa viku. Um tíma hugsaði ég með mér “Ég vill helst ekki taka þátt í þessu!”

En, einsog sjómenn sem verða sigla í óveðri eða flugfarþega sem finna fyrir smá ókyrrð, þá birti ögn til og veðrið skánaði. Og sjá! Það var sólarglæta við sjóndeildarhringinn. Hljómsveitin varð þéttari. Söngurinn varð betri. Leikurinn í besta b-myndastíl sem kostur er á. Ljósin urðu stórkostleg. Sviðsmyndin varð flott. Búningarnir algjört afbragð (sérstaklega múndering sem ég og Hafdís (Magenta) klæðumst í lokin). Meiköppið í hinum sanna hryllingsmyndaanda. Það litla propps sem er í sýningunni algjört mega. Allt í allt þá fór þetta að taka á sig afar jákvæða og góða mynd. En, sem ég viljandi gleymdi að minnast á, þrátt fyrir allt hans flakk og fyllerí útá landi, þá var leikstjórinn með ansi góð tök og góða heildarmynd á þessari sýningu frá upphafi, á hann bara hrós skilið.

Því nær sem dregur að þessari sýning kemur einfaldlega betur í ljós að þetta á eftir að verða alveg þrusugóð uppfærsla á Rocky Horror. Það er generalprufa í kvöld og svo frumsýning á morgun.

Einnig er alveg geggjað hvað er grunsamlega mikið af hæfileikafólki hér á Höfn.

8 Comments

 1. Mamma þín wrote:

  Ég vissi það að þetta myndi lagast, hefði nú samt vilja sjá þig sem Frank’ furter en ég veit að þú ert æðislegur RiffRaff. Hlakka til MAMMA ÞÍN

  miðvikudagur, apríl 9, 2008 at 09:28 | Permalink
 2. Alexandra wrote:

  Bullshit!

  miðvikudagur, apríl 9, 2008 at 16:18 | Permalink
 3. Þórður Ingvarsson wrote:

  Þú ert búlsjitt!

  Generalprufan var í kvöld og það var fullur salur af fólki. Það var ekki annað að sjá og heyra að fólki fannst þetta afbragð. Vésteini fannst þetta meira segja gott, og hann er gáfaðri en þú, og Rósa fannst ég standa mig alveg svakalega vel.

  Vertu ekkert með þetta rugl þarna portkona um hluti sem þú veist ekkert um. Þessi sýning er mjög góð.

  Þú ert bara abbó og öfó.

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 00:54 | Permalink
 4. Alexandra wrote:

  Þá þarf maður kanski að koma og sjá.

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 02:59 | Permalink
 5. Alexandra wrote:

  og já, auðvitað er ég abbó og öfó! ÉG ÁTTI AÐ VERA Í ÞESSARI SÝNINGU!!!

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 02:59 | Permalink
 6. Alexandra wrote:

  OG AFHVERJU ERTU EKKI BÚINN AÐ SKRABBLA, HA?! HAAAA?!?!?!?!?!?!

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 02:59 | Permalink
 7. Alexandra wrote:

  hommi

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 03:00 | Permalink
 8. Ég t.d. gaman að Peaches og nenni ekkert að vera að reyna að afsaka það.

  Fuck the pain away. Úje.

  Langar að sjá þetta.

  fimmtudagur, apríl 10, 2008 at 13:24 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*