Skip to content

Rykkorn

Það var frumsýning í gær á Rocky Horror og ég held að ég sé ekkert að ýkja er ég segi að allir sem sáu þetta fóru út á bleiku skýi. Þessi sýning er ein sú besta sem sett hefur verið upp hér á Höfn og ef lesendur eiga leið hér hjá í Apríl þá er um að gera að athuga með laus sæti í Mánagarði og spandera tvö þúsund kalli á þetta helvíti. Siggi Mar er í það minnsta mjög hrifinn.

Eftir frumsýningu var súpt á áfengi á ónafngreindum stað, stemminginn nokkuð hress og trúnóið flæddi einsog vín.

Vésteinn og Rósa komu frá Danmörku með Norrænu þriðjudaginn síðasta, gistu á Seyðisfirði og komu hér við í kaffi á miðvikudaginn. Móðir mín náði að sannfæra þau um að vera eina nótt hér og horfa á generalprufuna á miðvikudaginn, þau létu tilleiðast. Horfðu á fólk spranga um í korselettum og speisuðum geimbúningum og skemmtu sér, að sögn, ansi vel. Skildu eftir föroyskan bjór og þessir færeyingjar mega eiga það að brugga fjandi gott öl.

Fékk hommalegt sms frá honum Ara þess varðandi að ég væri eitthvað að hommast í 24 stundum þann 10. apríl. Ekki skildi ég hvað í hommanum hann átti við, svo ég fletti í gegnum blaðið, kannski var mynd af mér vegna Rocky Horror. En eftir tvö flett í gegnum blaðið gaut ég augunum að Bloggarar-dálknum og, viti menn, þar var ég:

Samviskugleði er eitthvað sem maður hálfskammast sín fyrir að fíla, s.s. söngvarar, hljómsveitir, kvikmyndir, bækur o.s.frv, sem samkvæmt allri ytri hegðun og áhuga, þá á maður í raun ekki að fíla. Ég tek Justin Timberlake og Robbie Williams sem dæmi af minni samviskugleði. Ég get hlustað á þá og dillað á mér rasskinnarnar án mikillar eftirsjá og ég mundi biðja um óskalag með þeim í vissum partíum.
(Úr þessari færslu)

En það hafði sama sem engin áhrif á heimsóknafjölda, og máske er það útaf þremur ástæðum, a) máske nenna lesendur Sólarhringsins ekki að pikka inn url b) hafa ekki aðgang að tölvu eða c) það sé bara einn lesandi af blaðinu og það er homminn hann Ari sem er alltaf að hommast í rassgatinu á sér. En það gæti líka verið útaf því að þessi bloggara-dálkur er ekki á augljósasta stað í heimi. Hommalegur dálkur hvorteðer.

Rás 2, Monitor og Coke Zero-auglýsinga herferðin stoppaði við í Sindrabæ hér á Höfn fyrir nokkru síðan. Monitor finnst mér vera heldur óspennandi blað og mikið af húðlötum pennum þarna. Coke Zero er næstum ódrekkanlegur horbjóður. En Rás tvo stendur nú alltaf fyrir sínu. Með í för var Dr. Spock, Benny Crespo´s Gang og Sign. Dr. Spock er klárlega ein athyglisverðasta hljómsveitin starfandi í dag. Afar hressandi sviðsframkoma hjá þessum Mr. Bungle/Primus inflúensuðum meðlimum. Benny Crespo´s Gang fannst mér vera óttalegt, tja, krúttrúnkrokk. Sign voru svosum ágætir. Ragnar Zólberg gerði nú eitt afar gott er þeir voru að spila, er hann stoppaði eitt lagið og sagði:

Ég hef aldrei séð þetta áður, fólk slammandi í stólunum! Standiði upp þarna og komið hingað að sviðinu og slammið hér.

Það er alveg ótrúlega furðuleg venja þeirra aðilja sem hjálpa við að setja upp rokktónleika hér á Höfn að stilla upp stólum einsog þetta væri einhver fokking ópera eða gospeltónleikar! Þetta á ekki að líðast og það á að hætta þessu tafarlaust. Það er aðeins ein ástæða til að hafa stóla á tónleikum, það er þegar verið er að selja bjór og tónleikarnir eru dansiball. Það er svo bjánalegt að sitja einsog gömul kelling í kirkju að hlusta á t.d. Dr. Spock.

One Comment

  1. Ari wrote:

    HOMMI!

    fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 12:13 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*