Skip to content

Að skafa á sér skallann

Ég er orðinn agalega lunkinn við að skafa á mér skallann. Svona fer maður að: Ef þú ert með smá hár þá er nú aldeilis gott að krúnuraka helvítið með þar til gerðu áhaldi, s.s. bartskera eða military industrial grade klippum - svo er gott að renna í sæmilega heitt bað, tína af sé spjarirnar og leggjast í baðið og stinga höfðinu ofaní heita vatnið þannig að þú rétt getir andað og halda sér þannig í allavega fimm til tíu mínútur. Að því loknu skaltu skola á þér skrokkinn með sápu, þrífa sápuna af, rísa upp og fara úr baðinu taka þér handklæði um hönd skella því í kringum mittið á þér, þú mátt þurrka þér aðeins um andlitið ef þú vilt. Svo skaltu taka góða raksápu og maka því á kollinn á þér vel og vandlega, og ef þú hefur í hyggju að raka á þér andlitið þá skaltu bara skella meiri raksápu á þig þannig að þú lítur út einsog raksápuninja. Leyfði raksápunni að sjatna á skallanum, getur t.a.m. rakað af þér skeggið á meðan því stendur.  Að því loknu skaltu skipta um blað á rakvélinni þinni, því það er aldrei gott að raka á sér skallann með notuðu blaði því það er aukin hætta á fleiðusárum og samskonar slysum, þú gætir endað einsog Pinhead úr Hellraiser. Svo skaltu hefja raksturinn. Til að fá alveg skínandi skalla án þess að finna fyrir vott af hárrótum skaltu raka í allar áttir - byrja á einni átt, t.d. frá enni og niður hnakka og taka allann skallann þannig, svo skaltu fara í hina áttina, svo til hliðar. Síðan skaltu handfjatla á þér skallann og finna hvort það sé einhverja hártóftir í leyni. Verst er þó ef maður er með gífurlegan hvirfill, það er erfiðasti hluti skallanns. En ef rétt er gert þá, prestó, vóíla, skínandi skalli sem fólk mun dást að. Sumarklippinginn kominn.

2 Comments

 1. Ari wrote:

  Þetta blogg komst í 24 stundir. Skinhead rasistinn þinn.

  fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 12:11 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Já, mér finnst það merkilegt.

  Mamma þín er skinhead rasisti.

  fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 14:47 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*