Skip to content

Viltu auka heimsóknatölur á bloggið þitt?

Prófið að hafa einhvern sæmilega vinsælan einstakling sem bloggar í titlinum á færslu þinni með einhverskonar staðhæfingu sem kemur engu máli við. T.a.m. er pottþétt að ef maður mundi hafa “Ólafur Sindri er hommi!”, “Ármann Jakobsson er smáborgaralegur prumpuhali!”,”Egill Helgason er vitleysingur!”, “Matthías Ásgeirsson er skaphundur og brjálæðingur!”, “Óli Gneisti Sóleyjarsson er snarbilaður hryðjuverkamaður!” eða jafnvel “Margrét Hugrún er ófordilduð fýlupúki!” og viðlíka í titli færslunnar þá munu heimsóknartölurnar rjúka upp! Og ef heimsóknartölur væru peningar þá yrði maður milljónamæringur!

Svo er hægt að skrifa eitthvað sem kemur málinu ekkert við, t.d. að maður hafi snyrt á sér geirvörtuhárin og sett í það permó.

Pottþétt, getur ekki klikkað.

Auk þess gæti virkað að koma með einhverja ráðleggingu varðandi þess hvernig skal auka heimsóknartölur (og þar með talið vinsældir) á blogginu þínu. Sjálfshjálp fyrir fólk sem getur ekki hjálpað sér sjálft.

Fokk hvað mér hefur leiðst í dag.

2 Comments

 1. Matti wrote:

  Hverjum er ekki sama um heimsóknartölur, þú kannt að koma þér í blöðin!

  (24 stundir vitna í skallaraksturinn)

  Til að auka heimsóknartölur er best að fyrirsögnin vísi í kynlíf. Sjálfsfróun virkar vel.

  fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 08:46 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Já, þetta finnst mér merkilegt. Í annað sinn á tiltörulega stuttum tíma.

  Kynlíf virkar náttúrulega alltaf.

  fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 09:50 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*