Skip to content

Stebbafr-þjarkur

Ég benti einu sinni honum Óla Sindra á að gera Stebbafr-þjark. Get varla trúað því að það sé svo erfitt, spurning um að þjarkurinn finni random frétt á mbl.is, til að mynda um sjóræningja sem voru yfirheyrðir og rugli ögn reitum ásamt því að bæta ögn inní. Það er samt spurning hvernig þjarkurinn ætti að fara af því að bæta inn einhverju bjartsýnu og góðu ef um hamingjusama frétt er að ræða eða hvassri skarpskyggni um veröld versandi fer ef um slæma frétt er að ræða.

Hér er dæmi hvernig þjarkurinn gæti mögulega virkað:

Í París, nú í dag, voru sex sómalskir meintir sjóræningjar fluttir til yfirheyslu og eiga vona á að réttað verður yfir þeim. Það er áhyggjumál þegar ekki er óhætt að sigla með franskri 30 manna áhafna snekkju úti fyrir sómalíu án þess að eiga í hættu að verða fyrir barðinu á sjóræningjum. En þökk sé snöggri og góðri löggæslustörfum franskra sérsveitamanna þá höfðust hendur í hárið sjóræningjana og um gíslana var samið lausn.

Það er gott að vita til þess að yfirvöld í Frakklandi segja að mennirnir sex ákærðir verða og leiddir fyrir rétt útaf meintu sjóráni, þar sem þeir kröfðust lausnargjalda fyrir að hneppa áhöfninni í gíslingu um borð í snekkjunni.

Hér er upprunalega fréttin:

Sex meintir sómalskir sjóræningjar voru fluttir til Parísar í dag til yfirheyrslu og væntanlega réttarhalda. Þeir tóku á sitt vald franska snekkju með 30 manna áhöfn úti fyrir Sómalíu, en franskir sérsveitarmenn höfðu hendur í hári þeirra eftir að samið var um lausn gíslanna.

Yfirvöld í Frakklandi segja að mennirnir sex verði leiddir fyrir rétt og ákærðir fyrir að ræna snekkjunni, hneppa áhöfnina í gíslingu og krefjast lausnargjalds.

One Comment

  1. Ari wrote:

    Haha já þessi gaur er grikalegur. Endirsegir fréttirnar með PC skoðanir og áhyggjur um schtöðu máli. Einn vinsælasti bloggari landsins en jafnramt sá leiðinlegasti og fyrirsjáanlegasti.

    fimmtudagur, apríl 17, 2008 at 12:10 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*