Skip to content

Typpi í píku

Ó vei, hvað það er erfitt að vera frægur. Nú hefur það hent enn eina ferðina að vitnað er í vefbókina mína í Sólarhringnum ((c) jensgvuð). Þetta setur á mig aukna pressu frá pressunni og ég verð að pressa áfram með afburðafrábærum færslum. Svo nú er bara nota öll vopn í vopnabúrinu í framtíðinni t.a.m. með kynlegum titlum, stórkostlegum ráðleggingum og ótrúlega ógó góðum og skarpskyggnum athugasemdum varðandi lífið, tilveruna og alltsaman. Og hver veit, kannski mun ég japla á tussum eða typpum við hverja máltíð, meðan dælt er kókaíni í aðra nösina og meskalíni í hina, og dreypt er á hinum allra fínasta Færeyska bjór til að bleyta kverkarnar.

Það væri nú ekki amalegt að vinna við þetta og fá kannski einn og einn þúsund kall eða tíu fyrir. Blikk, blikk.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*