Skip to content

Framtíðarbloggáform

Veit ekki alveg hvenær, en það verður vonandi í nákomnri framtíð er ég mun taka þetta blogg og push it to the limit

Það mun væntanlega gerast er ég mun taka mig til og breyta útlitinu á síðunni, gera nýja og algjöra delúx útgáfu af heilamyndinni, kannski nýtt lógó - en hér er aðalplanið.

Ég stefni á það að eina vikuna að haga mér einsog ég vinn við það fúltæm að blogga með því að birta færslu á hverjum klukkutíma í átta tíma í heila sjö daga - það mun gera fimmtíuogsex færslur um eins fjölbreytt efni og mögulegt er á einni viku.

Þetta á eftir að verða krefjandi og tímafrekt, en þetta á fyrst og fremst eftir að vera goðsagnakennt.

Nú er bara að ganga með litla bók til að skrifa allar þær hugmyndir að bloggfærslum sem upp koma, hvaða bloggari kannast ekki við það að lenda í einhverjum svaka samræðum og bauna svo inní “Öss, ég ætla sko að blogga um þetta!”

2 Comments

 1. Ari wrote:

  Ahhhhhh doddi nei!!!! Ekki breytast í blogg-no-lifer!
  Það er ekki of seint að bakka út!
  Lillebloggmann er hæfilegur.

  föstudagur, apríl 25, 2008 at 00:06 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Svona, svona. Þetta verður bara one-time only.

  föstudagur, apríl 25, 2008 at 07:00 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*