Skip to content

Hundurinn Tyson

Það er ein kona sem ég er að vinna með sem hefur haft mig lengi í huga er kemur að því að passa hundinn hennar þegar hún og húsbóndinn finnst komin tími til að spóka sig í sólinni á Spáni. Alltaf þegar hún hefur spurt mig ef það kemur til þess að gegna þessum vissum skyldum þá hef ég jánkað glaðlega við þessari bón, en það eru margir mánuðir síðan hún ýjaði að þessu.

Loks kom þó að því að hún bað mig að passa hundinn. Ekkert mál, sagði ég, hvenær og hversu lengi? Núna á fimmtudaginn héldu þau til Reykjavíkur og eru væntanlega farin suður til hlýju staðana og verða þar út mánuðinn. Svo ég byrjaði að passa hundinn í gær. Og þetta er djobb með þvílíkum lúxus fríðindum  miðað við hvað það er frekar auðvelt.

Til að byrja með þarf ég að viðra hundinn helst 2-3 á dag svo dýrið getur migið og skitið. Auðvitað tínir maður upp skítinn er hann hefur lokið að sér. Svo er að gefa hundinum að éta. Setja vatn í skálarnar. Frekar auðvelt og vitaskuld almenn skynsemi er kemur að hundahaldi. Klappa kvikindinu, tala við það og leika.

En fríðindinn eru að búa einn í tveggja hæða einbýlishúsi með bílskúr, dagpeningur fyrir hundamat og aðrar nauðsynjar og aðgang að glænýjum bíl að gerðinni Honda Accord með fullum bensíntanki og svo þessi frábæri hundur að nafni Tyson. Ég væri í skýjunum ef ég væri nýorðinn 18 ára, en ég er bara frekar hvumsa, en nokk ánægður, þar sem ég er 28 ára. Ég gæti vanist þessu.

Og ef þetta er ekki nóg, þá hefur þessi tiltekna samstarfsdama boðist til að taka vaktir fyrir mig í skiptum fyrir þetta “erfiðis”djobb. Vaaaatttt? 

4 Comments

 1. Hmm. Eitthvað kannast ég við þetta. Eru þau að fara til Barcelona að heimsækja dóttur sína?

  föstudagur, apríl 18, 2008 at 19:35 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Örm. Já?

  föstudagur, apríl 18, 2008 at 19:44 | Permalink
 3. Grunaði það. Fannst ég kannast við lýsinguna og hundinn Tyson.

  Lilja Rós var með mér í bekk í MA.

  föstudagur, apríl 18, 2008 at 22:29 | Permalink
 4. Þórður Ingvarsson wrote:

  Já, svona sirka Sex gráður sundur.

  Kraftaverk, halelúja.

  Samt frekar skondið.

  laugardagur, apríl 19, 2008 at 00:20 | Permalink

One Trackback/Pingback

 1. BlogDodd / Gönguferðir on þriðjudagur, maí 6, 2008 at 12:16

  [...] fór t.a.m. með hundinn Tyson til Stokksnes þar sem ég var búinn að mæla mér mót við skötuhjúin Haffa og Ibbu sem voru [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*