Skip to content

6 bönd úr metalheiminum

Hér eru sex bönd hvaðanæva úr heiminum sem fólk ætti að tjekka alminilega á, þ.e. ef það hefur ekki þegar gert það:

Entombed
Chief Rebel Angel

Entombed komu fyrst saman árið 1987 undir heitinu Nihilist. Þeir eru einir af frumkvöðlum Svíametalsins, en eru nú aðallega með sinn sérstæða hljóm sem lýst hefur verið sem death´n´roll. Má segja að það sú sérstaka stefna hafi fyrst heyrst á plötunni Wolverine Blues er kom út árið 1993 og náð hálfgerðri fullkomnun með snilldarplötunni To Ride, Shoot Straight and Speak the Truth árið 1997. Sú plata sem heillaði mig var Morning Star frá 2002 en hljóðdæmið er einmitt fyrsta lagið af þeirri plötu. Svo hef ég hlustað á þá af áfergju og er eitt uppáhaldsbandið mitt í dag. Þeir hafa gefið út 13 breiðskífur. Síðasta plata þeirra er frá árinu 2007 og heitir Serpent Saints - The Ten Amendments

Goat the Head
Terminal Lesson

Frá Þrándheimum í Noregi kemur þessi gífurlega sérstaka og góða hljómsveit sem spila, að eigin sögn, Extreme Cave Man Metal. Hún var stofnuð um 2005 og tveim árum síðar kom út 14 laga meistarastykkið Simian Supremacy. Þvílík keyrsla, kraftur og hellisbúaöskur!

Hollenthon
Y Draig Goch

Austuríska bandið Hollenthon hefur eingungis gefið út þrjár plötur. Sú fyrsta er frá 1999 og heitir Domus Mundi, 2001 kom út With Vilest of Worms to Dwell og nú í lok mai kemur meistarastykkið þeirra Opus Magnum. Þetta er, líkt og Septic Flesh í seinni tíð, synfónískur dauðametall og þrælgott helvíti í þokkabót. Það sem gerir lagasmíðarnar ansi sérstakar er að það eru bara tveir meðlimir í bandinu.

Nevermore
Born

Bandaríska sveitin Nevermore spila ósköp venjulegt heavy metal með slatta af progressive metal. Þetta er þrusugott band frá Seattle, stofnað 1991 úr rústum Sanctuary, með óperumenntaða söngvaran Warrel Dane og gítarsjeníið Jeff Loomis í broddi fylkingar. Plöturnar sem ég mæli sérstaklega með er Dead Heart in a Dead World frá 2000 og This Godless Endevour frá 2005. Samtals eiga þeir 7 breiðskífur.

Primordial
Gallows Hymn

Frændur vorir Írar í blakkfólkmetalbandinu Primordial eru að stimpla sig inní metalvitund metalhausa útum allan heim með epísku plötunum þeirra The Gathering Wilderness (2005) og To the Nameless Dead(2007). Þessar plötur gætu hæglega verið döbblalbúm með titlinum From the Gathering Wilderness to the Nameless Dead því þær virka alveg gífurlega vel saman sem rúmlega 80 mínútna epík. Stofnuð í Skerries-eyjum nálægt Dyflinni árið 1991 og hafa skilið eftir sig um 8 breiðskífur. Magnað stöff.

Rotting Christ
Nemecic

Ég grét blóði þegar ég komst ekki á þá er þeir spiluðu á NASA í fyrra. Það hefði, líkt og með Entombed-tónleikana 2005, verið frábær endir á frábæru sumri. En satanískar heimildir segja mér að þeir munu áreiðanlega koma hingað aftur. Og þá mun ég alls ekki láta mig vanta. Þetta er ein vinsælasta gríska metalbandið ásamt Septic Flesh. Til að stimpla þá ögn meir þá spila þeir melódískt blakkmetal nú í seinni tíð og gáfu út mulningsplötuna Theogonia í fyrra sem er, í nokkrum orðum sagt, ein besta plata sem ég hef á ævi minni heyrt. Komu fyrst saman árið 1987, skilið eftir sig níu blóðugar breiðskífur og fjöldann allan af smáskífum og demóum. Það sem ég hef heyrt með þeim er fokking övsöm!

Verði ykkur að góðu.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*