Skip to content

Epíkmetall

Á rétt tæpri viku hef ég fengið að kynnast tveimur bestu plötum ársins. Þetta eru plötur sem munu án efa lenda á þónokkrum topp tíu listum í lok ársins, eflaust í topp þrem, þ.e. ef fólk eru ekki fávitar. Það er bara búið að vera sífellt skammhlaupi í heila að augun á mér eru einsog stróbljós, annað eins eyrnakonfekt hef ég ekki heyrt.

Fyrsta platan er Communion með gríska epicmetal-bandinu Septic Flesh. Ekki veit ég hvernig ég get lýst því betur en að þetta sé alveg roslega EPIC tónlist! Ég vill þakka Jarlinum sérstaklega fyrir að kynna mér alminilega fyrir þessu bandi og Bessa fyrir að benda mér á þetta. Þetta er ekkert annað en fokking rosalegt.

Hin platan, sem að vísu kemur ekki út fyrren í lok maí, er Opus Magnum með Hollenthal. Plata sem er búinn að vera í vinnslu í sjö ár. Ég fékk í hendurnar prómó-útgáfu af henni og sá ókostur er að einhver tjeddling köttar inní sum lögin með “You´re listening to a promo-album” eða eitthvað. Niðurhalaði svo sömu útgáfu nema þá hafði einhver góður maður köttað út blaðrið, og þó það sé nett pirrandi þá er forsmekkurinn af þessari plötu bara vá! Fokking vá! EPIC! Dísus fokk! Vá! Mig hlakkar alveg gríðarlega mikið til að fá clean útgáfu af þessari plötu.

Ari kallinn benti mér einmitt á þetta tiltekna band og ég vill endilega benda fólki á plötuna With Vilest of Worms to Dwell sem kom út árið 2001.

En mikið rosalega verður þetta gott metalár!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*