Skip to content

Líf mitt með Tom Waits

Let’s put a new coat of paint on this lonesome old town
Set ‘em up, we’ll be knockin’ em down.
You wear a dress, baby, and I’ll wear a tie.
We’ll laugh at that old bloodshot moon in that burgundy sky

New Coat of Paint

Á þessum línum byrjar platan Heart of Saturday Night (1974) sem kynnti mér endanlega fyrir Tom Waits. Þar áður hafði ég föndrað eilítið við hann með Bone Machine (1992) og Mule Variations (1999).

Fyrst þegar ég heyrði í Tom Waits þá var það lagið I Don´t Wanna Grow Up, sem var, að ég held, fyrsti síngullinn af Bone Machine. Þessi dimma, djúpa og drungalega viskírödd höfðaði verulega vel til mín þegar ég var 13 ára - hafði nefnilega einnig nýlega kynnst Nick Cave og plötunni hans Tender Prey. En það var eitthvað við Tom Waits sem sat í manni.

When I’m lyin’ in my bed at night
I don’t wanna grow up
Nothin’ ever seems to turn out right
I don’t wanna grow up
How do you move in a world of fog
That’s always changing things
Makes me wish that I could be a dog

Mule Variations keypti ég fyrir móður mína í jólagjöf árið sem hún kom út. Þá bjó ég í einhverji herbergiskytru á Kleppsveginum í Reykjavík. Eftir að hafa eytt dágóðum fjármunum í einhverjar gjafir, settist ég fyrir framan tölvuna undir súð og skellti plötunni í. Platan greip mig frá fyrsta lagi einsog allar góðar plötur gera, og ég hlustaði á hana allavega þrisvar til fjórum sinnum þetta kvöldið meðan ég dútlaði í ólöglegri útgáfu af Photoshop 5 eða 6.

I got the style but not the grace
I got the clothes but not the face
I got the bread but not the butter
I got the winda but not the shutter

Svo pakkaði ég henni inn í gjafapappír, fór austur til Hafnar og eyddi jólunum þar. Fór svo á blindafyllerí í Reykjavík um áramótin.

Það henti svo að ég fékk the blues. Hætti að mæta í vinnu, svaraði ekki í síman og hékk meira og minna í þessu herbergi án þess að gera rassgat. Þetta ástand versnaði og versnaði. Þó tókst mér að rífa mig upp úr þessu þunglyndi, fékk mér aðra vinnu á smurstöð. Vann þar í tvo mánuði eða þrjá þartil ég gjörsamlega gafst uppá samstarfsfólkinu og lendi í sama ástandi og áður. Hætti að mæta í vinnu, hætta að svara í símann. Svo fór sem fór að ég sendi allt mitt hafurtask til Hafnar. Gisti hjá vini mínum um stund og flutti svo austur árið 2000.

Þar fékk ég vinnu í þjóðgarðinum Skaftafell frá apríl til júní, svo afleysingar hjá Sigga Tappa og síðan í sláturhúsinu á sláturvertíðinni.

En í Skaftafelli gaf nýji þjóðgarðsvörðurinn mér aðgang að pikköpp-bíl. Þetta var, að mig minnir, hinn ódrepanlegi Toyota Hilux, með kassettu-tæki. Nokkrar kassettur voru í bílnum - Weather Report, Frank Zappa og Tom Waits. Ég skelldi snældunni með Tom Waits í tækið og ég varð hugfanginn á ný.

Hang on st. christopher through the smoke
and the oil
Buckle down the rumble seat
let the radiator boil
got an overhead downshift
and a two dollar grill
got an 85 cabin
on an 85 hill

Árið 2002 komu út tvær plötur með þessum snillingi, Alice og Blood Money. Ég keypti þær báðar. Ég hafði flutt aftur til Reykjavíkur og leigði með vini mínum Tomma. Þetta var stuttu áður en við fórum til Englands, stefnan var sett á hippahátíðina Glastonbury. Vitaskuld tók ég plöturnar með.

Þegar þangað var komið tók við heljarins djammsessjon, sem tók töluvert á þar sem við höfðum verið vakandi í næstum sólarhring - gras, bjór, örvandi og meira gras - og við vorum vakandi í allavega hálfan sólarhring í viðbót.

Did you hear the news about Edward?
On the back of his head he had another face
Was it a woman’s face or a young girl?
They said to remove it would kill him
So poor Edward was doomed

Á Glastó var dreypt á öl og heitum cider. Mökkað gott gras. Svo gerðumst við svo djarfir að taka hetjulegan skammt af íslenskum drjólum sem við annaðhvort settum útí eða skoluðum niður með heitum cider. Sjitt hvað maður fríkaði út í kringum ótölulega fjölda manns.

Frá skítugu hippahátíðinni var farið til London á ný og þaðan til Leeds helgina eftir, þar sem álíka törn var tekið. Of mikil drykkja og vafasöm efni sem rötuðu í blóðstreymið. Ég var vægast sagt útkeyrður eftir þetta.

God builds a church
The devil builds a chapel
Like the thistles that are growing
’round the thrunk of a tree
All the good in the world
You can put inside a thimble
And still have room for you and me

Svo vorum við alltof lengi í Lundúnum miðað við fjármagn, eyddum síðustu dögunum í hlakka til að komast heim.

Þegar heim var komið vildi maður nú endilega kynna sér meira af honum. Ég hafði nú hlustað nokkuð mikið á Frank´s Wild Years líka. En hún, Swordfishtrombone og Rain Dogs eru meðal þeirra tónlistardýrgripa sem fáir ættu að láta framhjá sér fara.

The Rum pours strong and thin
Beat out the dustman
With the Rain Dogs
Aboard a shipwreck train
Give my umbrella to the Rain Dogs
For I am a Rain Dog, too.

En þetta endar alltaf á sömu plötu. Ég man ég sat á pallinum heima í fyrra eftir næturbrölt með öl og bokku. Skellti græjunum út, plöggaði iDoddinn í og hlustaði á eitt fallegasta lagið hans, af mörgum, af plötunni Heart of Saturday Night. Tárin streymdu niður andlitið.

I never saw the morning ’til I stayed up all night
I never saw the sunshine ’til you turned out the light
I never saw my hometown until I stayed away too long
I never heard the melody, until I needed a song.

San Diego Serenade

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*