Skip to content

Metall!

Mín uppáhaldstónlistarstefna er vafalaust fokking metall! Ég hlusta á indí-rokk, trip-hopp, old-skúl-rapp, ambient, djass, fjúson, sinfóníur og jafnvel smá popp. Frá Fugazi til Sonic Youth, Aphex Twin til Squarepusher, Clutch til Queens of the Stone Age, Air til Portishead, Beethoven til Thaicovsky, Medeski, Martin & Wood til Zappa, Cypress Hill til Niggaz With Attitude og ýmislegt annað inná milli - en ekkert, ekki neitt toppar fokking METAL!

Mín kynni af metal hófst - eftir því sem ég veit best - með Metallica. Auðvitað. En þrátt fyrir fínar plötur og flott lög, þá náðu þeir aldrei að heilla mig einsog Sepultura gerðu með Chaos A.D og svo sérstaklega Roots. Fyrir mér var Sepultura skíturinn. Guns´n´Roses var band sem ég hafði mestu óbeit á, þoldi ekki fokking söngvarann og allt rúnkið í kringum bandið.

En því miður kynntist ég afar fáum góðum metal-böndum á mínum yngri árum. Filter, Prong, Thought Industry, Rage Against the Machine, Nine Inch Nails og Ministry er það sem ég man einna helst eftir. Og auðvitað Slayer! Og moðerfokking HAM! Eflaust voru þau fleiri. En þessi fíkn mín í metal lá meira og minna í dvala þar til fyrir rúmum fjórum eða fimm árum er ég kynntist Entombed. Og svo hefur þetta aðeins farið upp eftir það: Enslaved, Opeth, Rotting Christ, Testament, The Haunted, At the Gates, Nevermore, Communic, High on Fire, Damageplan, Devin Townsend, Strapping Young Lad, Fear Factory, Gojira, Mastodon, Lamb of God, Primordial, Meshuggah, Septic Flesh, Tool, Goat the Head, Corrosion of Conformity, Alabama Thunderpussy, Hollenthon og eflaust slatti í viðbót sem ég man ekki eftir eða þarf að spekka betur.

Æ lov itt! Og ég vill meira!

Metall 4evah!

4 Comments

 1. Matti wrote:

  Af hverju í andskotanum er Pantera ekki á listanum?

  miðvikudagur, maí 7, 2008 at 14:22 | Permalink
 2. Þórður Ingvarsson wrote:

  Svona hlutir geta gleymst elsku Matti minn. Óþarfi að blóta, það særir blygðunarkennd mína.

  FOKK!

  miðvikudagur, maí 7, 2008 at 19:32 | Permalink
 3. Þórður Ingvarsson wrote:

  En auddah eiga Pantera að vera ein af afar fáu góðu metalböndunum sem ég kynntist á mínum yngri árum

  miðvikudagur, maí 7, 2008 at 19:37 | Permalink
 4. Hey.. ég bara verð að fá stjörnu í kladdann.. ég held að ég hafi kinnt þig fyrir testament og damageplan.. ef svo er.. sem ég held.. þá vil ég fá 2 stjörnur í kladdann.. og jafnvel einn broskall líka.. og ég er sammála matta.. þetta gengur ekki.. skilja pantera útundan… ég felli tár.

  fimmtudagur, maí 8, 2008 at 01:03 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*