Skip to content

Septic Flesh

Lovecraft´s Death

Sá mæti maður Satan Jarl, er ég hitti á Eistnaflugi 2007 þegar hann rann á rokkfnykinn sem ómaði úr gömlu græjunum er ég hafði meðferðis og blastaði Clutch, kom mér óbeint í kynni við allavega þrjár bestu metal-plötur sem ég heyrði það árið: Sanctus Diavolos frá 2004 og Theogonia frá 2007 með gríska bandinu Rotting Christ og To the Nameless Dead, frá 2007, með írunum í Primordial.

Nú gerði hann mér þann góða greiða að benda mér á vafalaust bestu plötu ársins, og eitt besta band sem ég hef heyrt, með öðrum Grikkjum. Septic Flesh. Platan heitir Communion. Félagi Bessi á þó heiðurinn að benda mér á bandið. Jarlinn á heiðurinn að kynna mér alminilega fyrir því.

Stundum þarf maður renna oftar enn einu sinni í gegnum plötur til að þær ná að grípa mann alminilega, stundum dugar tvisvar-þrisvar sinnum. En það hentir stundum að plata grípur mann eftir eina hlustun. Fyrsta lagið á Communion var varla búið þegar það laust í mig að hér væri á ferðinni tónlistarperla og það hefur ekki liðið dagur síðan ég fékk plötuna að ég hef ekki hlustað á hana. Þessi plata er hreinn unaður á að hlusta.

Communion er stórvirki. Hún er epísk, brútal og glæsileg. Fyrir utan sjálfa hljómsveitarmeðlimina - Spiros Antoniou með söng og bassa, Christos Antoniou á gítar og samplara, Sotiris Vayenas á gítar og trommarinn Fotis Benardo - þá er rúmlega 80 manna stórsveit og 32 manna kór með. Og ég skal segja ykkur það börnin góð að þetta er blanda sem virkar einsog hvíthákarl sem hefur verið genasplæstur við fjallagórillu og er með leiserbyssu ólaða við höfuðið : FOKKING ÖVSÖM!

Frá fyrsta lagi, Lovecraft´s Death, og til þess síðasta, Narcissus, er ekki einn einasti feill tekinn, ekki einn. Lovecraft´s Death gefur tóninn fyrir því sem koma skal - epískt stöff! Að hlusta á þetta lætur manni líða einsog maður sé ósigrandi, að maður getur vaðið yfir eldhraun nakinn án þess að verða meint af, að maður gæti snúið naut niður og rotað það, að maður gæti stöðvað lest með augnráðinu einu saman.

Þetta er plata sem verður pottþétt í fyrsta sæti á topp tíu listanum mínum þetta árið, nema eitthvað betra komi út. Sem ég leyfi mér að stórefast um - þó gæti Opus Magnum með Hollenthon komið nálægt því, hún á samt eflaust eftir að lenda í öðru eða þriðja sæti.

Babel´s Gate

One Comment

  1. Það má nú ekki alveg gleyma The formation of damnation með testament GAUR! En allavega.. skemmtu þér vel í vinnunni.. ég er þarna með þér í anda… HAHA djók.. ég nenni því ekki.. er að hlusta á metal.

    fimmtudagur, maí 8, 2008 at 00:56 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*