Skip to content

Færeyskur bjór

Ég minntist á það fyrir stuttu að ég súpti á færeyskum eðalbjór sem Vésteinn og Rósa verzluðu í Norrænu. Þetta var algjört lostæti. Við einbeittum okkur aðallega að dökkum bjór. Það sem mér er fyrirmunað að skilja er af hverju ég tek ekki eftir Færeyskum bjór í vínbúðinni. Máske ég spyr rekstrarstjóra Vínbúðar hér á Höfn að panta fyrir mig kannski kassa Færeyskum bjór, svona bland í kippu einsog byltingarsinnarnir komu með.

Við erum með skítsæmilegt úrval af dönskum bjór hér, þurrkuntulegt úrval af þýskum bjór, frussuprumps úrval af öðrum erlendum bjór og svo er þessi hlægilegi íslenski bjór líka til sölu. En hvers þurfa frændur vorir Færeyingjar að gjalda? Og satt best að segja hef ég ekki tekið eftir neinum Færeyskum varningi til sölu í verzlunum. En ég veit ekki betur en skítlegir bissnessmenn hér á landi eru alltaf að hafa Færeyinga af háð og spotti með því að pranga að þeim einhverjum Íslenskum vörum. Veit ekki betur en að starfrækt sé Bónus í heimsborginni Þórshöfn.

Eru Færeyingar fastir í einhverju einhliða viðskiptabanni. Eða, er enginn etanólsinnflytjandi búinn að átta sig á því að góður bjór fæst líka í Færeyjum?

Skandall segi ég og skrifa. Skandall!

3 Comments

 1. Hvaða danski bjór? ef mér skjátlast ekki þá er tuborg og calsberg allavega bruggað á íslandi..

  fimmtudagur, maí 8, 2008 at 13:02 | Permalink
 2. Tarfur er einn góur öl.

  mánudagur, júní 2, 2008 at 15:38 | Permalink
 3. Eða segir maður kannski ölari? Dönnó.
  Er ekki auðveldast að veðja á að bæta -ari við íslensk nafnorð? :)

  mánudagur, júní 2, 2008 at 15:39 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*