Skip to content

Þetta er orðið gott

Ókei. Held þetta sé orðin ágætis blogggjörningur. Frá fimmta maí hef ég birt færslu á klukkutíma-fresti frá klukkan átta á morgnana til þrjú. Þetta gerir fjöritíu færslur á fimm dögum. Þokkaleg afköst, en dísus hvað þetta er ekki sniðugt. Fannst þetta samt skondið er mér datt þetta í hug. Þetta mun eflaust ekki vera vinsælasti bloggleikurinn en ég skora samt á hvern sem er að leika þetta eftir.

Vinur minn sagði mér að útaf þessu ætti ég að bera meiri virðingu fyrir einhverjum ónefndum og óspennandi manni sem hefur gaman að endurskrifa allar fréttir á mbl.is, það geri ég ekki, jafnvel þó að það sem sá hinn sami gerir er einsog fyrir þrossa að pakka saman Andrésarblöðum, allsvakaleg andleg erfiðisvinna.

En hér með lýkur meistaraverkið Magnum Blogpus - Alþýðuvefbókaverkamaðurinn kveður að sinni og eðlileg dagskrá tekur við.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*