Skip to content

Á heila tímanum

Ég er rosalegur aðdáandi af því að setja inn færslur á heila eða hálfa tímanum. Mér finnst það snyrtilegt, en fyrst og fremst krúttlegt. Það sem ég skil ekki af hverju fleiri nýta sér ekki þessa ótrúlegu tækni að stilla tíma og dagsetningu í vefbókarinnviðinu, flestir ættu að vera með þennan fídus. Held ég.

Það særir mitt fegurðarskyn að sjá færslur á Blogggáttinni klukkan t.d. 15:04, 11:46, 08:28 eða 23:13 - þetta er eitthvað svo rangt. En enn verra er það að sjá vefrit einsog vefritið færa inn færslu klukkan 11:49 sérstaklega vitandi það að aðstandendur vefritsins eru efalaust með álíka viðmót og Vantrú, þ.e. Moveable Type. En kannski eru þetta bara fávitar. Svosem skiljanlegt þegar ósköp eðlilegir alþýðubloggarar gera ótölulegu fjölda landsmanna þetta mein, enda heimskur pöpull. En það er annað mál með hóp fólks sem vill láta taka sig alvarlega.

Skora bloggara allra landsmanna til að bæta þetta stafræna lýti. Annars verður einhver dauður.

Hugsanlega glorsoltið barn í Afríku.

2 Comments

  1. Sögufölsun!

    föstudagur, maí 9, 2008 at 12:14 | Permalink
  2. Þórður Ingvarsson wrote:

    Sannaðu það!

    *ull*

    föstudagur, maí 9, 2008 at 15:24 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*