Skip to content

Baða sig

Eitt uppáhaldstómstundargaman allra landsmanna er að liggja í sæmilega heitu baði, vera með tónlist í fullu blasti og góða bók til að lesa. Sumir eru sjálfrómantískir og kveikja á kertum og reykelsi, eða jafnvel slá eina flugu í tveim höggum með þartilgerðum vaxhólkum sem gefa frá sér ilm af ýmsum toga. Vanillu. Rós. Súkkulaði. Sveittum hestum. Hvað sem kitlar lyktarskynið og veittir þér þetta extra “oomph!” í þessu mómenti sem er að þrífa sig meðan maður liggur í hómeópatískri blöndu af sápu, svita og skít.

Það er alveg yndislegt ef vatnið er einmitt mátulega heitt þannig að það hreinsar ennisholurnar, en ekki svo gott ef maður á erfitt með að anda, sjónin sjatnar og húðin á þér er að flagsna af því þetta er í raun sýrubað. Almenningur mætti passa sig á því. Sýruböðin leynast víða.

En það er líka fínt að hafa kældan drykk sér við hönd, jafnvel súkkulaðihúðaða frómaskonfektmola og ekki sakar að kalla í mexíkanann til að færa manni kvöldverðinn. Svo getur maður legið í baðinu í allavega 3-4 tíma, hóað í vini sína til að glápa á boltann, rista sér brauð og gera prumpububblur í baðinu.

Já, bað. Fyrir alvöru Íslendinga.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*