Skip to content

Kyrki þig með eigin þörmum

Mikið rosalega getur maður orðið klikkaður af of mikilli drykkju. Held það sé einna óþægilegast að hella sig svo blindfullan að maður veit svo sannarlega ekki sitt rjúkandi ráð og þurfi að heyra það daginn eftir eða nokkrum dögum síðar að maður hafi skallað vin sinn eða kýlt einhvern í magann. Af nákvæmlega engri ástæðu. Fjandan villidýrið sem blundar í öllum mönnum losnar úr læðingi.

Ég hef víst staðið á krossgötum Hafnar- og Víkurbrauts og öskrað af lífs og sálarkröftum “Veeeerrrriii eeeennnn dýýýýýýýýýýr!” Ég hef komið heim og migið á gólfið. Ég hef eflaust ráfað óvelkominn inní eitthvað teiti og gert einhvern skarkala. Hringt í fólk um miðjar nætur og röflað í þeim. Ég hef farið á internetið og skráfað eitthvað pissfullur án þess að muna eftir neinu. Af einhverjum ástæðum finnst mér það með því verra sem maður gerir pissfullur, að rekast á einhver skilaboð á netinu skrifað kannski klukkan 05:34 eitthvað óskiljanlegt og samhengislaust blaður. Oft er ég með uppköst í kerfinu sem ég furða mig á þankaganginum í sjálfum mér. En það allra versta er að hafa ekið bíl blekaður. Sem betur fer ekki skaðað mig eða almenning í kjölfars þeirrar sjúklegru ákvörðunar. Ég er stundum smeykur um það að ég eigi eftir að gera eitthvað verulega mikið af mér í ástandi sem ég ræð ekkert við sjálfur.

Það ætti að lögleiða kannabis sérstaklega fyrir fólk einsog mig. Þá er maður heldur betur viss um það að ég eigi ekki eftir að skapa nein vandræði meðan ég ligg í sófanum retarðareyktur glápandi á skjámynd sjónvarpsins. Aukinheldur þarf maður ekkert að hafa áhyggjur af þvinnku, vatns- og vítamínsskorti. Hvað þá að heyra “Djöll vasstu fuddlur í gær mar! Þú bara þreifst í einhverja unglingstelpu og skallaðir úr henni tennurnar! Og svo tókstu pabba hennar og ristir hann á hol meðan þú stjaksettir þriggja ára strák og reyndir svo að kyrkja mig með mínum eigin þörmum!” eða eitthvað annað sem þú vilt ekki heyra meðan í bakgrunninum sérðu blikkandi ljós og sérsveitarmenn læðast eftir veggjum.

Áfengi? Það getur verið stórhættulegt ef það er misnotað með rúmlega 3 gajol- og 8 vodkastaupum og sirka eins manns partípakka af bjór.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*