Skip to content

Mín fyrstu kynni af Jekyll

Sá auglýsingu á Skjáeinum að ný þáttaröð væri að byrja í gærkvöldi. Sú þáttaröð heitir Jekyll og er, einsog nafnið ýjar að og auglýsinginn staðfestir, lauslega byggð á The Curious Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde eftir Robert Louis Stephenson. Ég hef ekki enn lesið þá bók, rétt einsog ég hef ekki enn lesið margar bækur, en stefni að því einhvern góðan veðurdag.

James Nesbitt leikur titilkarakterinn, þannig séð, en heitir Dr. Tom Jackman og einnig leikur hann Mr. Hyde sem er illkvittnislegur djöfull í mannsmynd. Þessi þættir vöktu minn áhuga því ég hélt að hér væri á ferðinni eitthvað sambærilegt og Dexter, en það er langt í frá. Dexter fjallar um einstakling sem fagnar sínu óeðli og nýtir sér það til brenglaðs réttlætis. Jekyll á aðra hönd fjallar um karakter sem er í hálfgerðu stríði við sitt óeðli, þar sem hann er í raun tveir mismunandi einstaklingar í sama líkama.

Það verður að segjast að þessir þættir lofa nokkuð góðu, virðast vera loforð um maximum brutalitu og blóðsúthellingar, sæmilega áhugaverð saga með yfirnáttúrulegum tendensum. James Nesbitt stendur sig alveg feiknarlega vel í báðum hlutverkum og er alveg sérlega krípí og skemmtilegur sem Mr. Hyde og góður “daglegur” maður sem Dr. Jackman sem þarf að kljást við ýmis furðulegheit. Það sem fer dálítið í pirrurnar á mér eru ostkenndar eitíshryllingsmyndataktík til að láta áhorfendann bregða og sá hluti söguþráðsins sem virðist vera massívt samsæri sem teygir anga sína útúm allt.

One Comment

  1. Mjog godir thaettir that a ferd, James Nesbitt er heldur betur godur karakterleikari.

    föstudagur, maí 9, 2008 at 17:18 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*