Skip to content

Suðurríkja- og stónerrokk

Alabama Thunderpussy
Words of the Dying Man

Frá Richmond, Virginíufylki í Bandaríkjunum, koma þessir mætu roðhálsarokkarar. Bandið kom fyrst saman 1996, farið í gegnum töluverðar mannabreytingar þau tólf ár sem þeir hafa verið starfandi en lokalænöppið eru þeir Erik Larson og Ryan Lake sem sjá um gítar, Mike Bryant á Bassa, Bryan Cox á trommum og gullbarkinn Kyle Thomas. Þeir gáfu út Open Fire í fyrra sem fékk alveg glimrandi góða tóma enda glimrandi góð plata. Aukinheldur héldu þeir tvenna tónleika hér á landi í október á síðasta ári, þvílíkt rokk! En, því miður, spiluðu þeir eiginlega bara efni af nýju plötunni. Get mæli með Staring at the Divine og Fulton Hill sem eru fínar plötur.

Clutch
Profits of Doom

Stofnað snemma á tíunda áratug síðustu aldar, Clutch er eitt skemmtilegasta rokkband í heiminum! Þeir blanda saman góðu rokki, við smá fönk og hafa í seinni tíð skellt dassji af blúsi á plöturnar sínar. Þeir koma frá Germantown í Maryland, Bandaríkjunum, hafa gefið út 11 breiðskífur, sú síðasta From Beale Street to Oblivion kom út 2007 og er vafalaust ein besta rokkplata síðari ára. Held að nær allar plöturnar þeirra séu pottþéttar. Fyrir utan Beale Street þá get ég mælt með Blast Tyrant, Pure Rock Fury og Elephant Riders.

Corrosion of Conformity
Rise River Rise

Pepper Keenan frontar í dag þetta frábæra band sem stofnað var 1982 í Norður-Karólínu. Byrjuðu í hardkor dútluðu í þungarokkinu , fóru í pásu ´89, hófust við lagasmíðar á ný ári síðar og einbeittu sér að metal og eru nú bona fide stuðuríkjastónermetall. Á þeim 26 árum hefur bandið farið í gegnum þvílíkar mannabreytingar að það er í raun bara einn upprunalegur meðlimur, Woody Weatherman sem mundar gítarinn. Þeir höfðu töluverð áhrif á skítabandið Metallica eftir þeir útgáfu Wiseblood ´96, hituðu upp fyrir Lars&co í einu löngu tónleikaferðalagi og Metallica vildu vera einsog CoC. Ekki tókst það. Mæli með áðurnefndri Wiseblood, Blind (1991), America´s Volume Dealer (2000) og In the Arms of God (2005).

Down
Ghosts along the Mississippi

Talandi um Pepper Keenan, en hann og Phil Anselmo úr Pantera, Kirk Windstein og Todd Strange úr Crowbar og Jimmy Bower úr Eyehategod stofnuðu “súpergrúppu”-hliðarverkefnið Down 1991. Afköstin eru samt ekkert rosaleg, aðeins þrjár plötur á 17 ára ferli en þessar plötur eru samt rosalega góðar. Nola kom út 1995, Down II 2002 og Over the Under í fyrra.

Fu Manchu
We Must Obey

Stuðstónerbandið frá Suður-Kalíforní Fu Manchu eru, ásamt Kyuss, helstu forsprakkar stónerrokksins einsog við þekkjum það í dag. Fyrsta breiðskífa þeirra kom út 1994, en höfðu frá 1987 verið nokk ötullir við að gera demó og smáskífur og auðvitað þróa sinn sérstaka hljóm. Hafa gefið út 11 breiðskífur, sú síðasta var We Must Obey (2007). Viðurkenni að ég er eftir að hlusta alminilega á kappana, en mæli með þeirri plötu og King of the Road frá 1999.

High on Fire
Rumors of War

Þetta massíva þríeyki - Matt Pike, George Rice og Des Kensel - var stofnað 1999 og frá 2000 hafa þeir gefið út 4 tussuþéttar dúm/stónermetal plötur: The Art of Self Defense (2000), Surrounded by Thieves (2002) , Blessed Black Wings (2004) og Death is This Communion (2007).

Kyuss
Supa Scoopa and Mighty Scoop

Meistararnir frá Palm Desert Kalíforní, Kyuss, eiga heiðurinn af því að hrinda af stað stónerrokksenunni, en uppskáru ekki mikið þrátt fyrir það. Þeir voru starfandi frá 1990 til 1995, en vitaskuld var það ósætti milli meðlima sem varð þeim að falli. John Garcia mundaði míkrófóninn og er sú erkitýpa sem allir vönnabí stónersöngvarar vilja verða: frábær. Gítarsnillingurinn Josh Homme, sem síðar stofnað stuðbandið Queens of the Stone Age, semur hin glæsilegu riff. Brant Bjork lamdi húðir. Nick Oliveri var fyrsti bassafanturinn. Gáfu út fimm breiðskífur og þrjár þeirra eru einfaldlega skyldueign sama á hvað þú hlsutar : Blues for the Red Sun, Welcome to Sky Valley og …and the Circus Leaves Town.

Mustasch
Down in Black

Sænska stónermetalbandið Mustash var stofnað í Mustasch árið 1999 og hafa gefið út eina plötu á ári síðan 2001 (nema 2004), sem gerir kappana nokk ötulla. Viðurkenni að ég hef aðeins hlustað á eina plötu með þeim, sem er Above All frá 2002 og er þrælgóð.

Orange Goblin
Scorpionica

Þessir snillingar munu spila hér á landi á þessu ári þann 13. desember. Þessir bresku rokkhundar hafa gefið út sex plötur síðan 1997. Nýjasta stykkið er Healing Through Fire sem er alveg gífurlega góð plata. Mæli einnig með The Big Black.

The Sword
Barael´s Blade

Syngja um sverðabardaga, einhyrninga, galdramenn og fleiri ævintýr á plötunum Age of Winters (2006) og Gods of the Earth (2008). Hefðbundið stónermetal með gömlum hljómi.

2 Comments

  1. Ég á Blues for the Red Sun heima. Góð plata, það.

    föstudagur, júní 27, 2008 at 21:43 | Permalink
  2. Ein besta rokkplata sem til er.

    sunnudagur, júní 29, 2008 at 23:31 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*