Skip to content

Smábæjarrottan svífst einskis

Haldið ykkur fast, spennið beltin og tyggið á rítalíni! Hinn bláeygði og saklausi sveitadrengur sem aldrei hefur séð né gert illt ætlar að hætta sér í hina svokölluðu Sódómu. Já, róna- og ribbaldabælið Reykjavík, eitt af sjö merkjum ragnaraka, hefur kallað á hann og drengurinn hefir eigi látið í ré renna frá eldri og vitrari mönnum. Hann þráir ævintýri og spennu í sitt tilbreytingasnauða líf, hann vill berjast við vonda galdramenn, svartálfa og allskyns forynjur úr dýpstu iðrum helvítis. Hann mun hætta sér í stáldreka árla morguns og ætlar sér að lifa af þessa vályndu ferð sem hann hefur hugsað um og skipulagt í fjöldamörg ár. Máske mun hárlausi pjakkurinn verða að loðnum karlmanni.

Ööööh. Já. Hhhurmmm.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*