Skip to content

Monthly Archives: maí 2008

Ajaxdöbbið og fleiri hreinsiefni

Dúddinn sem eigi er eitís furðaði sig á því fyrr á árinu af hverju allar auglýsingar fyrir yrir hreinsiefni, sápur, uppþvottalög, o.fl. eru döbbaðar. Þetta er ágætis vangavelta sem er auðsvarað: til að spara.
Þó gæti verið að kvikmyndagerðarmenn hér á landi eru einfaldlega ekki með tæknina til að gera t.d. klósett-cam, að láta grútskítuga eldavél [...]

Glatað gamalt fólk og geymslur

Þegar ég og keppurinn tökum smá rúnt hér um bæinn og hlustum á metal - skundumst kannski í Nesjahverfið eða í gegnum Skarðsgöngin - þá verður okkur ansi oft tíðrætt um tónlist og tónlistarfólk. Oft leiðum við hugann að Hornfirsku tónlistarlífi og hvað það væri frábært ef eitthvað væri hægt að gera til að halda [...]

Dagur IV

Úff, mig langar helst til að skrifa ögn meira um myndir og metal. En ég held ég bíði með það. Mikið agalega ætla ég að detta í það um helgina til að fagna þessum frábæra árángri mínum í nýju vinnunni minni. Svo fæ ótrúlega ekki vel borgað fyrir þetta.
Ég er í röflandi og rausandi stuði í dag. 

Septic Flesh

Lovecraft´s Death
Sá mæti maður Satan Jarl, er ég hitti á Eistnaflugi 2007 þegar hann rann á rokkfnykinn sem ómaði úr gömlu græjunum er ég hafði meðferðis og blastaði Clutch, kom mér óbeint í kynni við allavega þrjár bestu metal-plötur sem ég heyrði það árið: Sanctus Diavolos frá 2004 og Theogonia frá 2007 með gríska bandinu [...]

6 bönd úr metalheiminum

Hér eru sex bönd hvaðanæva úr heiminum sem fólk ætti að tjekka alminilega á, þ.e. ef það hefur ekki þegar gert það:
Entombed
Chief Rebel Angel
Entombed komu fyrst saman árið 1987 undir heitinu Nihilist. Þeir eru einir af frumkvöðlum Svíametalsins, en eru nú aðallega með sinn sérstæða hljóm sem lýst hefur verið sem death´n´roll. Má segja að [...]

Metall!

Mín uppáhaldstónlistarstefna er vafalaust fokking metall! Ég hlusta á indí-rokk, trip-hopp, old-skúl-rapp, ambient, djass, fjúson, sinfóníur og jafnvel smá popp. Frá Fugazi til Sonic Youth, Aphex Twin til Squarepusher, Clutch til Queens of the Stone Age, Air til Portishead, Beethoven til Thaicovsky, Medeski, Martin & Wood til Zappa, Cypress Hill til Niggaz With Attitude [...]

Epíkmetall

Á rétt tæpri viku hef ég fengið að kynnast tveimur bestu plötum ársins. Þetta eru plötur sem munu án efa lenda á þónokkrum topp tíu listum í lok ársins, eflaust í topp þrem, þ.e. ef fólk eru ekki fávitar. Það er bara búið að vera sífellt skammhlaupi í heila að augun á mér eru einsog [...]

dEUS

Í tilefni af þeim gleðilegu tíðindum að ný plata er komin út með belgíska bandinu dEUS þá finnst mér við hæfi að ræða ögn um eitt af mínum uppáhaldsböndum einsog mér er einum lagið.Það var vestur-íslenski bróðir minn sem gaf mér diskinn In a Bar, Under the Sea fyrir rúmlega 10 árum síðan. Var ég [...]

Líf mitt með Tom Waits

Let’s put a new coat of paint on this lonesome old town
Set ‘em up, we’ll be knockin’ em down.
You wear a dress, baby, and I’ll wear a tie.
We’ll laugh at that old bloodshot moon in that burgundy sky
New Coat of Paint
Á þessum línum byrjar platan Heart of Saturday Night (1974) sem kynnti mér endanlega fyrir [...]

Ég hlusta á tónlist

Það kemur manni oft skemmtilega á óvart er maður uppgötvar, af slysni oftast, að þessi og þessi hlustar á tilteknar hljómsveitir sem eru í töluverðu uppáhaldi hjá mér. Til að mynda varð ég töluvert hvumsa er tiltekin ung, sæt og snoppufríð stúlka - með flotta bobbinga - fletti í gegnum ædoddinn minn og skellti á [...]

Dagur III

Öss. Þetta gengur bara þokkalega vel. Finnst mér hafi bara staðið mig nokkuð vel í vinnunni, mætt á réttum tíma og klárað þau verkefni sem ég hef fengið í hendurnar.
Ég er dálítið hrifinn af tónlist í dag.

Reiði leikjatölvulúðinn

Einu sinni benti vinur minn í Reykjavík á skemmtilegt myndband á jútjúb þar sem ungur reiður maður var að hrauna yfir gamlan Teenage Mutant Ninja Turtles leik, sem ég man glögglega eftir þar sem ég hamaðist í sama tölvuleik þegar ég var krakki og held ég hafi ekki komist lengra en 4. eða 5. borð [...]

ÁlfaSpace

Ef frænkurnar Elsie Wright og Frances Griffith, sem gerðu garðinn frægan með fölsuðum álfamyndum árið 1924, hefðu verið uppi í dag, þá hefðu þau tekið þessa stafrænu tækni, sem við smáborgarabloggararnir og alþýðupöpullinn dýrkum og dáum, fagnandi og hugsanlega orðið sæmilega frægar netselebrítis í dag með þessum huggulegu myspace-módeldraumamyndum sínum.
Er gáfumennið og bjáninn Sir Arthur [...]

Neiari

Einn minn dyggasti lesandari, kjeppinn hann Ari, sem getur verið ansi skemmtilegari, kom með þá bón að ég ætti eigi að fara í það sjálfskipaða djobb að vera verkamannabloggari. Er ég las þessa athugasemd hans hugsari ég með mér “hvaða, hvað, hvaðari?”
Ari, sem er ansi skringilegari karaktari, grunari semsagt að eftir þetta brjálæðislegari törn að [...]

Gönguferðir

Á meðan ég hafði afnot af bíl nýti ég mér ýmis tækifæri til að keyra uppí sveit og hlusta á metal. Enda voru þónokkrir dagar sem var alveg dýrindis fokking veður.
Ég fór t.a.m. með hundinn Tyson til Stokksnes þar sem ég var búinn að mæla mér mót við skötuhjúin Haffa og Ibbu sem voru með [...]

Skeyti frá kynduld-Ari

Mér barst hugljúft smskeyti frá vini mínum Ara sem virtist liggja mikið á hjarta í kjölfar þess að hafa séð klausu úr einni færslu minni er birtist í 24 stundum einn góðan veðurdag.
Hæ! Ég var þúst bara að lesa 24 stundir og þúst sá minnst á þig og ég bra varð að þúst að hafa [...]

Rússnesk haglabyssurúllettuvinskapur

Það er einkennilegur sannleikur að það virðist verða erfiðarar og erfiðara, sem gerir samt þann atburð ívið skemmtilegri er það hentir, að eignast nýja vini því eldri sem maður verður. Allavega frá mínum bæjardyrum séð. Að undaskyldum gervivinum - eða öllu heldur kunningjum, félögum og fólk sem þekkir fólk - á MySpace og Facebook, ætli [...]

Wayne´s World / Mótaði Menningu

Þætti gaman að sjá titill færslunar í ambigram, þ.e. ef því er snúið á hvolf þá myndar Wayne´s World orðin “Mótaði Menningu!”
Var einmitt að horfa á Wayne´s World um daginn. Þetta er mynd frá 1992 og er hún kom út þá var vitnað í myndina við hvert tækifæri sem gafst. Í raun sívitnað. Líkt og [...]

Dagur II

Jæja, ég er mættur á ný. Vona þetta gangi bara jafnvel og í gær. Þetta er nú dálítið puð að dæla út svona færslum, en isspiss. Enga neikvæðni, enga svartsýni. Bara hugsa jákvætt þá kemur þetta. Það er Leyndarmálið.
En ég er samt frekar hvisst og hvar í mínum vangaveltum. Sjáum til.

Kvikmyndadraumar

Í langa tíð hef ég haft þá drauma að gera kvikmynd. Þessir draumar koma og fara, en flýtur stundum uppá yfirborðið einsog frekar prótínsneiddur kúkur. Nja. Kannski frekar einsog ljúffengur börgari. Frá Kokkinum.
Allavega ekki Hommahommborgara, frekar kannski Vitabarsbörgera. Nema við förum útí flatbökur, þá geti ég ekki ímyndað mér að éta Búkollu á Akureyri, en tek [...]