Skip to content

Monthly Archives: júní 2008

Hvítabjörn

Var að hlusta aðeins á fréttir og það vakti athygli að ekkert var minnst á hugsanlegan hvítabjörn á landinu. Fannst þetta stinga töluvert í stúf og vakti þvílíkar áhyggjur. Er hvítabjörn á skerinu að éta alla sem taka eftir honum?
Hélt ég hafði séð hvítabjörn rétt áðan. Dýrið nálgaðist óðfluga. Ég prófaði að syngja og klæða [...]

Gyllinæð

Gat það nú verið. Ég ætlaði ekki að trúa mínu eigin rassgati þegar ég tyllti mér niður og fann fyrir töluverðum óþægindum. Hefur þarmaskeggið flækst í smá skít eftir eina klósettferðina, harðnað einsog steypa og er að slíta í sundur endaþarminn? Nei. Sast ég á oddhvassan hlut er stakkst beint í hringvöðvann? Nei. Var mér [...]

Melechesh - Emissaries

Melechesh
Emissaries
2006 Osmose Productions
Rebirth of the Nemesis
Ég hef verið villuráfandi sauður í stormsömum eyðimerkum metalsins í hartnær 15 ár og lötrað hef ég um þessa eyðimerkursanda í stanslausri leit af epískum metalgriðarstað og maður sá varla endan á þessari sjálfskipaðri útlegð og þrautagöngu fyrren ferð minni og leit lauk að lokum.
Vissulega fann ég ýmislegt á [...]

Breaking Bad

Walter White er efnafræðikennari í framhaldskóla og til að reyna ná endum saman er hann með aukavinnu á bílaþvottastöð, en þó rétt skrimtir hann og fjölskylda hans. Hann er giftur Skyler og saman eiga þau soninn Walter White Jr. og eiga von á öðru barni og búa þau saman í frekar góðu úthverfi í ónefndri [...]

Stan Winston er fallinn frá

Ég verð að brjóta odd af oflæti mínu og birta færslu á óheila tímanum og tilkynna þau sorgartíðindi að tæknibrellufrömuðurinn og meiköpp-listamaðurinn Stan Winston er dáinn. Þessi mikli meistari er einna frægastur fyrir hlut sinn í The Thing, Terminator, Aliens og Predator og hafði ómæld áhrif á martraðir barna og unglinga. Meðal nýjustu myndana sem [...]

Að byggja upp líkamlegt og andlegt þol

Nú eru rúmar þrjár vikur í Eistnaflug. Tímanum verður vel varið í vissar æfingar til að halda sér gangandi á meðan sú sturlun á sér stað. Það felst meðal annars í því  að sofa illa og/eða lítið stöku sinnum til að byggja upp visst þreytuþol. Til að mynda hef ég tekið smá skorpu í því [...]

Líðan er leti

Ég held, í sannleika sagt, að ég sé ekki enn búinn að jafna mig eftir maímánuðinn góða. Fimm daga bloggflipp dauðans og það kom mér á óvart hvað efnið var gott. En þetta var rosalegt. Rosalegt segi ég. Það jaðraði við að ég þurfti áfallahjálp eftir þetta.
En þó langar mig afar gjarnan til að tjá [...]

Lágmenningarverzlunarhringur

Einn blíðviðrismánudag í Reykjavík arkaði ég um Austurstræti, Hverfisgötu, Laugaveg og einhverjar aðrar skítagötur við þriðja mann og fór í smá lágmenningarreisu um Reykjavík. Hófst ferðin á því að ég gekk frá Gráskallakastala ásamt systurriðlaranum ÆGILEGUR í átt til miðbæ Reykjavíkur. Þegar til miðbæjar var komið hittum við BERZERKER, létum við gjamminn og gamanið geysa.
En [...]

Ég söng fögur lög að aftan

Var hjá vini mínum og við prumpuðum heil ósköp. Held að það hafi verið allavega fimm prump á mann ásamt smá prumpeftirskjálftum. Það var þó ekki mikill óþefur af þessu prumpi, alveg skítsæmilegt prump. Samt ekkert prump sem veldur blóðtappa, heilablóðfalli eða túmor, bara svona dæmigert prump sem veitir manni sérkennilegri en ágætri líðan. Svipar [...]

Bestu plötur 2008 hingað til

Communion með Septic Flesh
Trivmvirate með The Monolith Deathcult
Magnum Opus með Hollenthon
Third með Portishead
AngL með Ihsahn
Formation of Damnation með TestamenT
Meira um það síðar. En mikið agalega eru þetta góðar plötur. Sérstaklega fyrstu tvær. Mmmmm…