Skip to content

Eistnaflug?

Allir bara í góðum fílíng.

Allir sælir og glaðir, drekkandi vatn og lifandi heilbrigðu, kristilegu lífi, haldandi í hendur og syngjandi sálma!

Sjúgandi tittlinga!

TestífesT 4evah!

Fór þarna og sá þessi prýðisgóðu bönd; sum verri en önnur, nokkrar ekkert svo slæmar en margt frekar frambærilegt. Oftast afar, afar gott og jafnvel frábært. En auðvitað fór ég þarna fyrir hið sprellandi djamm, stórkostlegu stuði og þessari gífurlega ómótstæðilegu hippastemmingu sem myndast þarna. Ekki sé minnst á umhverfið, náttúruna og Drekahellir.

Hluti af Hornafjarðardeildinni mættu þarna sprækir og hressir á miðvikudegi. Lögðum af stað um og yfir hádegi og mættir um fjögur-leytið við hina fallega firði, fjöll og fyrnindi á Neskaupstað.

Svo var tjaldað, sem er alltaf jafn æðisgengilega gaman. Það er fátt til í heiminum sem skemmtir manni meir en að tjalda. Að því loknu, og meira segja á meðan, var súpt á bjór. Töluvert af bjór og hlustað á metal inní partítjaldinu góða og á meðan því stóð byrjaði að birtast fólk í þeim sama tilgangi og vér Suðaustfirðingar. Þ.e. að tjalda og svo drekka bjór.

Farið var í Egilsbúð um kvöldið, súpt og bjór og spilað púl, sem ég vann auðvitað. Og blandað geði í Skítfólkið og auðvitað lókal liðið, sem sumir hverjir voru hrezzir á kjeeentinum, kjeddlinn á sjó.

Fengum svo far á tjaldsvæðið með smá fórnarkostnaði þar sem einn fyrsti hressi, fulli og fyndni gæjinn kom með. Ég lokaði mig af inní partítjaldinu og hlustaði á Melechesh, Septicflesh og jafnvel smá Rotting Christ til að halda óæskilegum ófögnuði úti og narra inn dýr sem hlusta á svonalagað og það var ekki lengi að líða að inn rauk þessi hressi tappi, þannig að maður eyddi bróðurpartinum af nóttini ásamt þessa ljóshærða og vinalega metaltáningi að hlusta á alminilega tónlist.

Fimmtudagur:
Without the Balls voru þokkalega skemmtilegar, það er alltaf svo getnaðarlegt að sjá sætar stelpur á sviði að spila tónlist. Þær voru svo djöfulli hressar, minntu mann á eitthvað tiltekið band sem ég kem ómögulega fyrir án þess að nefna Grýlurnar. Trommarinn var í það minnsta langskemmtilegust, enda í dúndurgóðum fíling. Með flotta bobbinga! Og sjúgandi tittlinga! Hahaha! Djókmar, sagði tröllið.

Gone Postal voru rosalegir, alveg rosalegir! Þvílíkur kraftur og ég má til með að sérstaklega minnast á þennan unga og gífurlega góða söngvara/gorara í bandinu, Nökkvi eða hvað sem hann nú aftur heitir. Brutal fokking gott deðmetal bara.

Disintegrate vildu líka vera brútal deðmetal, en þeir voru bara ekki jafntussuþéttir og Gone Postal. FIAL! Ég var í það minnsta ekki nógu sáttur, ágætis hljóðfæraleikarar engu síður.

Blood Feud hefðu líklegast jarðað Disintegrate, ef þeir hefðu getað komist - en ég sá þá á Classic Rock um daginn. Öss, ég nota ekki klisjur oft, nema stundum, en þeir voru svo þéttir að það myndaðist svarthol í eyrum mér. Hlakka bara til að sjá þá seinna.

Plastic Gods spiluðu gífurlega þungt sludge með engum tilgangi. Þetta var tussutöff stöff, en það vantaði einhvern stálböll líkt og Mammút höfðu á laugardaginn, nánar um það síðar. Ég hef prófað þetta stöff sem við skulum bara kalla slegðjumálm þar til ég fæ leiðréttingu á því eða staðfestingu - en það virðist ekki vera neinn tilgangur með þessu, þetta byrjar bara að dróna í eyrum og iðrum og maður mun kúka múrsteinum eftir þetta, en til hvers? Miðjukaflar gætu lífgað uppá þetta. Ekki nema að það sé tilgangurinn að það sé enginn tilgangur! Lesið Kierkegard, Schopenhauer eða Nietzche og hengið ykkur! En sumir virðast fýla þetta.

Diabolus voru búnir að plögga sig ágætlega, svo ég náði nokkrum lögum og líkaði nokkuð vel. Djöfulli þétt band. Verð að hlusta á þessa fimm laga smáskífu við tækifæri.

Svo leið að því að bjórinn var byrjaður að segja frekar til sín þá sem olli þeim persónulegu vonbrigðum að ég missti af - eða man ekki eftir - Muck og Celestine. En þeim köppum hefur mikið verið hrósað og hælt fyrir hina fínustu tónlist.

Auðvitað fór sem fór og kvöldið endaði í rugli á tjaldsvæðinu þar sem bjórinn flæddi einsog vín undir bláum skugga líkt og hann gerði kvöldið eftir og kvöldið eftir það.

En fimmtudagskvöldið, verð ég að segja, var gífurlega skemmtilegt, enda fólk frekar hresst á því og í þessum djöfulli góða fílíng. Þó það vantaði suma þá kom það ekkert að sök, enda gnægð af góðu, fyndnu og skemmtilegu fólki þarna sem kann að meta góða tónlist. Þó hefði ekki verið amalegt ef þónokkrir ónefndir aðiljar hefðu látið sjá sig.

Ha! Heyrirðu það Atli?!

Föstudagur:
Klukkan hálf fjögur vaknaði ég einsog þruma úr heiðskíru lofti. Það var einhver einkennilegt fyrirbrigði sem sveif yfir fjörðinn, þykknandi skýjabólstrar og ýfður sjór er það loks laust í mig:

Grýttir á sviði eru að fara byrja!”

Ég dreif mig í spjarirnar og hóaði í einhvern sem var ökuhæfur og mér var drifið á Eistnabúð því ég ætlaði sko aldeilis ekki að missa af internetgoðsögninni sem er Marylin Gunni Manson. Er þessi maður í aktúal til?! Ég var einn af þeim fyrstu og einn af þeim afar fáu sem sáu þessa stórskemmtilegu og afar sérízlenskpönk-skotnu rokki. Og hvern annan sá ég glitta á sviðinu en hinn blindfulla Gunna að munda gítarinn góða.

Ég rétt náði tveim síðustu lögum In Siren og það sem ég heyrði var stórkostlegt, framúrstefnurokk af bestu sort.

Hostile stóðu fyrir sínu og sömuleiðis fokking Gordon Riots þó ég hafi ekki nema náð örfáum hluta af settinu þeirra. Perla er - ef mér leyfist að nota þá klisju sem meðlimir bandsins Perlu hafa eflaust vonast og beðið eftir síðan þeir skírðu bandið Perla - algjör perla. Proggið lifir!

Innvortis voru ömurlegir! Einhverjar 10 mínútna gítarrúnk, trommusólóar sem ætluðu aldrei að hætta, söngvarinn alveg að fara úr límíngunum af lúkkinu og þröngu gallabuxunum, bassaleikarinn með útlit einsog hann vilji sjúga alla tittlinga í herberginu! Hressir að vanda og skemmtilegir.

Missti af Slugs því miður enda hefur maður bara heyrt gott af þeim. En ég sá Ælu og þeir voru nú helvíti skemmtilegir. Indírokk af bestu sort, með smá keim af Flaming Lips og trúðabúningadrama og dúndrandi hressleika.

Stónerbandið Dust Cap var næst, ég hlustaði á nokkur lög með og líkaði vel. Tóku, að mig endilega minnir, Burning Beard með hinu gríðagóða rokkbandi Clutch.

Svo kom svekkelsi númer 2: Ég missti af Contradiction nema 2 síðustu lögunum sökum vandræðagangs á tjaldsvæðinu sem þurfti að útkljá, en ég fékk veður af því að partítjaldið góða hafði fengið á sig töluverðan vind og það var aukinheldur þessi indælis rigning, svo maður þurfti að rjúka til að athuga hvort það hafi nokkuð verið slys á fólki. En þó aðallega til að bjarga því sem ekki mátti blotna. En ég hafði gjarnan viljað sjá allt settið með þessu þýska þrassbandi.

Brain Police sá ég hinsvegar fyrir nærri troðfullu húsi og þeir fíluðu sig alveg gífurlega vel uppá sviði fyrir framan alla þessa síðhærðu sjóræninga og glæpamenn, inná milli mátti greina ninjur og mexíkansa bandíta, byltingarmenn og auðvitað hippa! Brain Police áttu kvöldið og ég nennti ekkert að fylgjast með Severed Crotch eftir það. Ef minnið skjöplast eigi þá koveruðu Breinararni tvö lög með Kyuss; 100° og Green Machine. En minnið gæti verið að skjöplast.

Aftur tók við rugl á tjaldsvæðinu og ruglið varð svo gífurlega yfirgengilegt að það tók sinn toll á laugardag. Brandararnir flugu hægri og vinstri og þessu var slúttað með því að spila Útvarp Tvíhöfða til að læra réttar grillaðferðir frá grill-Guðjóni.

Sjúgandi tittlingar og sleikjandi píkur fékk að óma, með hléum, útúr gjamminum hans Trölla tröll frá klukkan 5 um morgunin til klukka 12 að hádegi, en sjálfur náði ég að lúra frá 11 til hálf fjögur.

Laugardagur:
Ask the Slave
er tussugott þungaprogg og spiluðu þeir mestmegnis nýtt efni. Metalkor-bandið Dormah voru helvíti þéttir og djöfulli góðir. Eftir allt plögg Skítsmanna gat maður ekki annað gert en að drulla sér á þá og það var ekki amalegur harðkjarnaskítur sem þeir voru að spila, Skíturinn rann ljúflega í gegn.

Einn af hápunktum kvöldsins voru án efa poppstónerbandið Mammút. Algjör unaður. Einn félagi minn tjáði mér að hér væri á ferðinni Portishead og Björk blandað í eitt, nema að söngkonan er mun betri en Björk, bætti ég við. Þetta er án efa hljómsveit sem er vert að fylgjast og flykkjast á tónleika með. Afar frambærilegt og kynæsandi efni.

Svo komu metalbandið Disturbing Boner frá Akureyri er gáfu mér næstum vandræðalega, fjólubláan og æðaþrútin massabóner og mynduðu djöfulli skemmtilega stemmingu í lokalaginu sínu sem ætlaði aldrei að enda. Ég hafði sömuleiðis mjög gaman af tölvuleikjarokkbandinu RetröN. Ég fylgdist lítillega með Momentum, en ég var bara búinn að fá mig fullsaddan af rokki í bili svo ég eyddi dágóðum tíma á bílaplaninu að sötra örfáa bjóra og reykja gott lyfjagras.

Fyrir mér endaði kvöldið með hinu efnilega bandi HAM. Þetta eru drengir sem eiga framtíðina fyrir sér, þurfa bara aðeins að æfa sig betur og gefa út kannski eina plötu. Mjög efnilegt ungt band. Seisei.

Auðvitað var viss unaður að fylgjast með þessum goðum spila fyrir framan 700 manns og af þeim voru rúmlega 100 að tryllast. Verst var að hljóðmaðurinn eipaði fullmikið á volume-takkanum - ef það er of hátt þá er maður ekki rassgat of gamall, þá er það bara of hátt.

Eftirpartíið var auglýst frá klukkan hálf tvö til klukkan átta. En eftirpartíið olli töluverðum vonbrigðum. Undanfarin Eistnaflug hefur eftirpartíið einkennst af því að kæla fólk niður af þungarokki, koma með einhverja nýbreytni. En þessi tiltekna nýbreytni var eitthvað sem lítill hluti Eistnaflugsfara fíluðu á einhvern hátt, því fenginn var einhver dúndrandi hásklöbbbúmmbúmmdídjei til að reyna rífa upp stemminguna.

Ef það var ekki nóg þá voru dyrahitlerarnir á því að loka ætti staðnum klukkan á slaginu þrjú, sem var heldur svekkjandi fyrir þá sem fóru í sígópásu hálftíma áður. Ég var í þann mund að arka inn á staðinn til að tjekka á stemmingunni þegar dyrahitler skellti í lás. Maður varð skiljanlega hvumsa.

Þannig maður dólaði eitthvað á bílaplaninu og svo drullað sér uppá tjaldsvæði. Við tók viðlíka vandræðagangur og únglíngavandamál þrítuga táninga langt fram eftir morgni.

Vill þakka nokkrum gæðingum fyrir góða stemmingu: Stebba hressa og skipuleggjendum Eistnaflugs eiga heiður skilið, lögreglan fær sérstakan plús í kladdan fyrir að skapa ekki nein óþarfa vandræði, Skítsposse-ið voru hressir, Gordon Riots-kapparnir algjör gæðablóð, Eydalsbræður, Ask the Slave-þrælarnir og fylgdarlið, óteljandi Eistnafarar og auðvitað Suðaustfirðingadeildin. Svo er ég náttúrulega að gleyma fullt, fullt af fólki sem maður mætti minnast á. En þetta er orðið gott.

Ef að þú manst eftir Eistnaflugi - þá varstu ekki þar
-Guðmundur Óli Pálmason - 30 ára

2 Comments

  1. En Saktmóðigur? Voru þeir ekki þarna?

    þriðjudagur, júlí 22, 2008 at 15:49 | Permalink
  2. Þórður Ingvarsson wrote:

    Júbb. En ég missti af þeim.

    þriðjudagur, júlí 22, 2008 at 16:38 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*