Skip to content

Lífið, tilveran og alltsaman

Þetta er búið að vera hið þokkalegasta sumar. Ekkert agalega viðburðarríkt, en ágætt engu síður. Hápunkturinn er auðvitað Eistnaflug og mig mun ekki vanta að ári. Annars er óttalega lítið að frétta, ef fólk er áhugasamt um svoleiðis smotterí.

Jú, gyllinæðin er horfin og ég lofaði uppí ermina á mér að ég mundi tjá mig frekar um það með þartilgerðum grafískum lýsingum um hrylling þess t.d. að setjast og skíta tvisvar til þrisvar sinnum á einum degi og þurfa skeina sér með þennan þvílikan angistarsvip vitandi það að er byrjað að blæða úr æðinni, að fara eftir ráðleggingum doktor.is og ýta gyllinæðinni inn meðan maður er í baði og svo framvegis. Þið þekkið þetta öll. Svo ég hef ekkert meira um það tiltekna málefni að segja.

Að vanda á maður við “einstæður, hvítur karlmaður”-vanda að stríða, þ.e. skortur á serðingum, ríðingum og allrahanda bólförum. Maður er kannski ekkert svo ötull að reyna við tussur til að tussast uppí rúm með mér, en það er nú vegna þess að ég er mjög hlédrægur og feiminn kall og ég efast um að pikköpplínur einsog t.a.m. “tussastu uppí rúm með mér!” gætu virkað. Nema maður sé svakalega sjálfsöruggur deli á kókaíni.

En þó að sumarið hefur verið þokkalegt, þá hefur mér leiðst alveg agalega mikið, verið reglulega down in the dumps einsog frakkarnir segja. Kannski útaf því ég fæ ekkert að ríða, þó eru ríðingar ekkert töfralausnin við öllum heimsins vandamálum, en þau geta vissulega hjálpað til við að slaka á. Hugsið ykkur ástand mála í dag ef fordildaðir karlmenn og forhertar kerlingar sem vilja leggja línurnar varðandi kynhegðun unglinga og allra annara með því að hindra eðlilega kynferðislega þróun fengu nú bara nóg að ríða? Þá væri allt í sómanum í Afríku og Austurlöndum nær.

En mikið agalega þarf ég að stinga typpinu mínu í eitthvað rakt mannlegt op.

2 Comments

  1. Laufey wrote:

    þú ert sérstakur Þórður og mér þykir vænna um þig nú en nokkru sinni áður.
    Mér skilst á sérfróðum læknum endaþarma að það sé lítt sniðugt að lesa yfir sig á klósettinu. Það sé einmitt oft ástæðan fyrir ótímabærri gyllinæð, eins er líkamsstellingin við hægðir allt annað en náttúruleg og reynir enn frekar á æðakerfið. Betra væri að sitja á hækjum sér, líkt og gert er víða annars staðar. Naflaló hefur mér alltaf þótt ógeðsleg og því er það miður fyrir mig að maður minn er sérstaklega lunkinn að safna í sinn, þ,e nafla. Annars er gaman að sjá allt þetta skegg, veit að Brandur okkar yrði vel sáttur við þig. Að lokum vona ég samt að konan þín verði ekki mjög mikil tussa.

    laugardagur, ágúst 2, 2008 at 22:29 | Permalink
  2. En það er svo gaman að lesa meðan maður er að skíta! :(

    sunnudagur, ágúst 3, 2008 at 10:53 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*