Skip to content

Eilítið blaður um kannabis

AÐVÖRUN:Afsakið blaðrið þið sem hafið athyglisbrest og/eða lélegan lesskilning. Vill taka fram að þetta er innlegg frá þessari umræðu á Töflunni, hef aðeins aðlagað þetta að blogginu. Þetta byrjaði sem saklaust raus en endaði sem rúmlega sex til átta (fer eftir leturstærð) blaðsíðna ritgerð. Hvort þetta sé stefnulaus langloka með urmull af lélegum rökum og kjánalegum staðhæfingum er ykkar að dæma. En ég skellti þó inn millifyrirsögnum fyrir þá sem vilja hvíla augun stöku sinnum. Þetta er heiðarleg (og kannski hundleiðinleg) tilraun til reyna vantarda þessa kannabisumræðu. Kannski er ég bara að oftarda hana. Tek mér bessaleyfi að breyta til ef þess þarf og skipta algjörlega um skoðun varðandi sumt, eitthvað, flest eða allt sem hér stendur. Góða skemmtun.

Inngangsorð og smá varnaglar
Viðhorf gagnvart kannabis hefur verið ansi sveiflótt undanafarin 100-150 ár á Vesturlöndum og víðar. En það sama gildir um ýmis önnur málefni sem virðast snerta við kaunin á sumum. Eitt árið er það klám sem er stórhættulegt, annað árið er það áfengi, síðar trúmál, og svo náttúrulega vímuefni sem er einmitt umræðan hér.

Í versta falli leiðir allt þetta til slæmra, slæmast, verst, verstastast hluti, s.s. óhófleg áfengisneysla, nauðganir, hórdómur, sjálfsmorðsprengjuárásir og reykja krakk með höfuðkúpu barna þinna. Og ýmsir misvitrir ráðamenn ræða um þessi málefni einsog að stór hluti almennings eru einfaldlega vitskertir. Held að almenningur mótmæli því að við séum verri en dýr sem þurfum á stöðugum aga að halda. Að við höfum vit til að velja þá en höfum ekki vit fyrir okkur sjálf.

Það er oft þessi ímyndaða, undirliggjandi hætta sem stjórnmálamenn og ýmis samtök benda á. Að þjóðfélagið fari bara í skyndilegt fokk ef aðeins að það sé hugsað um að ræða einhverjar breytingar varðandi t.d. klám, áfengi og vímuefni.

Ég skal reyna passa mig á að líkja þessu ekki við gamalt kukl og ævintýr, einsog t.d. trúarbrögð, að ósekju. Þó mun ég nota ýmsar samlíkingar, viðlíkingar og sæmilega fjölbreytt dæmi máli mínu til stuðnings og stíllinn verður, vonandi, stundum glettilegur. Og já, gildishlaðin orð verða notuð. En ég reyni að passa mig á því að hafa þetta eins varlega orðað ég mögulega get. En auðvitað eru einhverjir slegggjudómar og stundum á ég það til að tapa þræðinum útaf þrasi og gleymi að svara einhverjum spurningum.

Í bókinni Reefer Madness eftir Eric Schlosser er ansi ítarlega farið sögu kannabis í Bandaríkjunum frá því um miðbik 19. aldar til 2002-3, þ.e. viðhorf og viðbrögð almennings gagnvart þessum arfa og hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þessari vöru – eða vandamáli, en það fer vissulega eftir viðhorfi (döh) hvort arfinn sé vandamál eða ekki. Sem hann ætti ekki að vera.

Ég mun styðjast töluvert við þessa tilteknu bók, mæli auk þess með henni, og ýmsar aðrar heimildir, greinar og pælingar sem ég hef lesið í gegnum árin. En ég nenni ekki að leitast við þessar heimildir akkúrat núna til að styðja alminlega mitt mál - hræsnarinn ég - en ég skal leita af þeim við tækifæri og skella þeim hér. Kei? Díll? Einnig er hægt að spurja nánar útí eitthað atriði og ég skal reyna útlista og útskýra það eitthvað frekar ef ég nenni. Svo er alltaf hægt að gúgla.

Jónubrjál
Af hverju er kannabis bannað hér og víðar og af hverju er í tilfallandi tilvikum tekið harðar á sölu, dreifingu og neyslu á kannabisefnum heldur en þjófnaði, morði og nauðgunum? Af hverju eru sumir svo vitlausir – ég verð að vera hluti af þeim vitleysingjahóp - að draga upp blaður um byssuleyfi og barnaníð og jafnvel heróínneyslu til samanburðar við að afglæpa eða lögleiða kannabis einsog þessi tilvik séu á einhvern hátt sambærileg. Sem þau eru ekki, nema að vissu, en þó agnar, agnar smáu leyti.

Til að byrja þá er fokking himin og haf á milli áhrifa og skaðsemi maríjúana og heróíns. Heróín er afar, afar ávanabindandi efni, kannabis er það alls ekki. Barnaníð og byssuæði er dregið upp sem einhver dæmigerður íhaldshnykkur við umræðunni um lögleiðingu eða afglæpun kannabis. Þetta eru rök sem hægt er að lýsa með hysterísku spurningunnu “Hvar endar þetta svo?!” og hina desperat staðhæfingu “Hugsið um börnin!” þetta á sensagt að virka sem einhverskonar pottlok og því þurfi ekki lengur að ræða þetta mál því aðeins vandræði gæti skapast af því að tala um hlutina.

Hvaðan kemur samt þessi gífurlega þörf að agnúast útí maríjúananeytendur; hasshausa, hippa og fólk sem stöku sinnum, jafnvel í góðu stuði og góðum félagsskap, fær sér smók af einni jónu uppá forvitni og flipp? Er þetta ekki bara jafn gay og að hatast útí samkynhneigða, rauðhærða, gáfaða tildurrófur, emó-lýð, retarða, tafltarða og Metallica svo dæmi séu tekin?

Ein samsæriskenninginn útaf þessu óskiljanlega óþoli gagnvart kannabis og neyslu þess hljóðar einhvernmegin á þessa leið í ansi einfölduðum stíl svo allir skilji:

Að einhver gaur hafi fundið upp eldsneyti úr hampi, árið nítjánhundruðtuttuograssgat sem var ódýrara og hentugra en jarðeldsneyti og Hendry Ford, Rothchild-ættin og William Randolph Hearst og allir aðrir Amerísku auðkýfingar er stóluðu á hráolíu sér til framdráttar til þessa að eiga efni á að sniffa kókaín/reykja ópíum/sprauta heróíni í ung börn til að nauðga þau í rassinn og einnig stækka við veldi sitt, höfðu alveg verið sótillir er þeir fengu veður að þessari uppfinningu og borgað ýmsum stjórnmálamönnum til að refsa öllum sem notuðu kannabis á einhvern hátt.

Að aðalanal ástæðan hafi verið svo að þeir mundu ekki missa spón úr aski sínum, að engin mundi skerða köku yfirstéttarinnar með þessum hætti og í Saurons-bræði vildu þeir einnig, fyrir utan að gera hamp ólöglegan, að allir maríjúnaneyslu-niðjar yrðu refsað á biblíukenndum skala fyrir athæfi hins óþekkta aðilja sem fann upp blýlaust THC-bensín! Halelúja! Og á tíu ára fresti í meira en öld munu refsingarnar alltaf versna og versna. Einhverskonar 100 ára bölvun ríku vanvitringina í BNA!

Þessi saga er bara rugl með aðeins smá vott af sannleika. Hampur er til margra hluta nytsamlegur, vissulega. En förum ekkert nánar útí það fyrir utan það að verið er að vinna í því núna að gera eldsneyti úr hampi sem væri margfalt ódýrara og hentugra en að dæla olíu úr jörðinni.

En ástæðan fyrir banni og þjóðfélagslegu tabúi er ögn banal en þetta. Það var ekki jarðeldsneyti heldur Mexíkanarnir sem var ástæða fyrir kannabisbanni í kringum fjórða áratug síðustu aldar. Og það voru ekki auðkýfingar sérstaklega, þó að þeir borguðu máske í einhvern sjóð af tilstilli félaga sína á þingi eða spúsu. Bara ye old fashioned-rasismi. Kryddað með vafasömum sannleika (þ.e. lygum), hysteríu og hatri.

Djös Mexíkanar
Maríjúana var nefnilega vímugjafi fátæka mexíkanans, svona einsog öl er fyrir hinn láglaunaða verkamann annarstaðar, t.d. hinn íslenska, írska, skoska, velska, breskan almúga. Eða rauðvín fyrir ítalska, gríska, spænska eða franska alþýðu með skítsæmilegar tekjur. Líkt og bjórinn var bannaður hér á landi til “verndar” alþýðunnar, þá var maríjúana bannað til “verndar” mexíkanska og svartra vinnu-, iðnaðar og tónlistarmanna. Og almennings. Og börnin, auðvitað.

En þessi “verndun” er bara kjaftæði. Með góðri menntun, fræðslu og aukinni þekkingu getur hinn almenni einstaklingur tekið sína eigin sjálfstæða ákvörðun hvað hann neytir eða ekki neytir. Nema viðkomandi sé retarður og/eða búðingur.

Málið var bara það að hinn ólöglegi innflytjandi að sunnan var illa liðin af hvítum, blóðheitum pjúrítönum og það þurfti bara einhverja ástæðu til að reka þessa rauðeygðu, mussuklæddu, cappucinó-brúnu skítapakki úr hinu tandurheina Norðu-Ameríkulandi og maríjúana var bara ein ástæða af þónokkuð mörgum.

Sko, það er nefnilega talið af sumum (hluti af þessum hópi sem telja sig betri en annað fólk) gott að [láta] handtaka einhvern eða einhverja sem manni líkar illa við eða er einhvern megin til trafala í samfélaginu (s.s. skoðanir sem samrýmast ekki stefnu stjórnvalda o.þ.h.) og frábært að hafa nóg af ástæðum til þess. Og ekki er amalegt að refsa þessu fólki með ýmsum hótunum einsog fjárhagssektir og/eða fangelsun. Ekki sakar fá góða ástæðu til að fleyga fávitum og fátæklingum úr landi ef þeir gerast brotlegir á kjánalegum lögum. Bann á vímugjöfum er ein af þeim “góðu” ástæðum.

Allt alveg brjál!
En á milli almennings og stjórnmálamanna hafa verið töluverðar viðhorfsveiflur gagnvart kannabis í gegnum árin, mætti kannski líkja þessu við double helix – meðan slatti af þjóðinni, gæti meira segja ályktað að meirihluti þjóðarinnar, er alveg sama um hvað aðrir gera eru posse af pólítíkusum trítilóðir yfir ástandinu en svo, mörgum, mörgum tunglum síðar, eru næstum sömu pólítíkusar á því að það megi slaka aðeins á þá rís upp annar hópur úr samfélaginu sem sturlast útaf getuleysi stjórnvalda og heimta tafarlausar úrbætur á fíkniefnadjöflinum. Þetta er sirka á 10 ára fresti – takið eftir sirka - er samfélagið logar af ærslagangi sökum tal um vímuefni.

Einu sinni fyrir langa löngu - rúmlega 50-60 árum síðan - var það frekar smávægilegt afbrot að vera tekin með eina jónu eða þrjú grömm af grasi í BNA, það var kannski í minnsta lagi sekt uppá 10-50USD eða í versta falli nokkrar vikur í grjótinu og sekt.

En nú á fólk í hættu að lenda í lífstíðarfangelsi og vera sektað uppá gífurlegar fjárhæðir ef það sannast á einhvern hátt að einhver hafi einhvernmegin bara komið nálægt kannabis. Þú þarft ekki einu sinni að neyta þess, þarft ekki að sjá það né vita af því, eða þreifa á því eða þekkja viðkomandi sem var handtekin með það. Það er t.a.m. nóg að eiga gróðurstöð sem selur kannski gróðurmold, áburð og potta fyrir plöntur sem notað er til ræktunar á kannabis, eða eigandi bílaleigu sem leigði út trukk sem notað var til flutninga á kannabis, eða eigandi sveitabýlis sem leigði býlið út þar sem kannabis var ræktað, allt þetta fólk gæti átt í hættu að vera fangelsað og allar eignir yrðu mögulega gerðar upptækar af ríkinu. Sömuleiðis getur þetta sama fólk misst ýmis almenn réttindi, s.s. réttindi til að kaupa tryggingu, bílpróf, starfsöryggi, viss mannréttindi og fleira. Þetta er eitthvað sem morðingjar og nauðgarar, er sitja inni í kannski 2-8 ár, þurfa ekki að hafa áhyggjur af.

Þetta er það sem er í gangi í Bandaríkjunum! Ástæðan af hverju ég tek Bandaríkin sem dæmi er útaf því að hjá sumum Íslendingum og íslenskum ráðamönnum er næstum nákvæmlega sama viðhorfið og viðbrögð gagnvart kannabis og öðrum vímugjöfum og er í Bandalagi Norður-Ameríku. Þ.e. algjört umburðarleysi (zero-tolerance) gagnvart vafasömum vímugjöfum.

Bandarísk yfirvöld gera engan greinarmun á retörðum, bækluðum, ellihrumum, limalausum, saklausum, vinnandi, löghlýðnum (fyrir utan hið augljósa) unglingum og almennri alþýðu er neyta kannabis. En gerir vissulega greinarmun á betur settum og betri mönnum en þennan bölvaða pöpul sem alltaf eru fyrir.

Viljum við virkilega búa við svoleiðis þjóðfélag? Kannski er sumt af þessu útópískar hippadraumórar þrítugs hasshaushippafokks frá Hornafirði sem veður um í villu og hassvímu en mig langar til að búa í þjóðfélagi þar sem ég er þokkalega frjáls til að gera hvað sem mig langar, innan þeirra samfélagslegra viðmiða og þeim standardi sem ég lært af uppeldi og umhverfi sem ekki hefur töluverð og/eða truflandi áhrif á samfélagið, umhverfi, mína nánustu og annað fólk.

Ef ég vildi til dæmis hafa það frelsi til að sitja heima, einn með sjálfum mér, horfa á vídjó, borða pizzu með skinku, pepperóní, vel brytjaða, rauða papriku og sveppi, smá lauk, piparost og hvítlauksolíu og reykja jónu á meðan, á undan eða eftir ég snæði og jafnvel súpa á bjór í leiðinni, án þess að eiga í hættu að lögreglumenn banki á hurðina og tilkynni mér að ég sé handtekinn fyrir neyslu á ólöglegri vöru og eigi svo í kjölfarið hættu á verða samfélagsleg byrði sökum hárra sektar, hugsanlega fangelsun eða skilorðsbundinn dóm, jafnvel uppsögn frá starfi sem maður hefur starfað við í þó nokkur ár og almenna útskúfun sökum þeirrar skömm sem fylgir að vera stimplaður af yfirvöldum sem eiturlyfjaneytandi og þar af leiðandi minni möguleika á sæmilegri vinnu með sæmilegum kjörum. Þetta er hætta sem fólk þarf að lifa við. Það eru nefnilega ekki allir glæpamenn einsog t.d. Árni Johnsen sem hafa góð sambönd á góðum stöðum til fá uppreist æru á heppilegum tíma.

Ekki vildi ég búa í þjóðfélagi þar sem nóg sé halda á jónu sem er ekki einu sinni búið að kveikja í þá geturðu átt í hættu að vera fangelsaður í fleiri mánuði, jafnvel fleiri ár. Það er ekki eðlilegt miðað við þau raunverulegu áhrif sem kannabis hefur á samfélagið. Þetta virðist vera áttin sem við erum að fara, og fyrir mitt leyti, áður en það gerist, væri allavega flott ef málsmetandi einstaklingar í þjóðfélaginu væru til að ræða þessi mál af sanngirni en ekki óþarfa sleggjudómum og misvísandi tvíblaðri.

Það er margt í þessari baráttu gegn fíkniefnum sem kostar töluverða peninga: það er t.d. dýrt að halda uppi einum fanga; það þarf að fæða, klæða og veita húsnæði fyrir viðkomandi, læknisaðstoð, borga rafmagn, hita og fleira. Það væri eflaust ódýrara að leyfa sama aðila að halda í vinnuna sína og skoða þetta útfrá því sjónarmiði að ef fangar er viss fjárhagsleg byrði á samfélagið og að þeim fer fjölgandi, þá þurfum við að vinna í því að stemma stigu við þetta tiltekna vaxandi vandamál. T.d. með því að afglæpa eða lögleiða kannabis og/eða gera vímuefnaneyslu algjörlega að heilbrigðisvandamáli.

Svo, fyrst peningar er einnig issjúið hérna, hvað ætli mikið af kannabis seljist á ári og fyrir hversu margar íslenskar krónur. Í BNA er ræktun, dreifing og sala á kannabiszi metið allt frá 10 til 30 milljarða bandaríska dali. Kostnaðurinn við Alríkisfíkniefnalögregluna er eflaust 10 til 100 sinnum meira en það og það er peningum sem er illa varið því aðaláherslan er sett á upprætingu hippa og hasshausa, slefandi sprautu- og krakkfíkla en stóru karlarnir látnir eiga sig að mestu.

Og er það virkilega þess virði að allt þetta fjármagn renni í svotilkallað undirheimahagkerfi sem skilar sér sjaldan í þjóðfélagið en fer í vasann hjá fólki sem eru álíka og jafnvel meira siðlausara en eigendur skóverksmiðja sem þrælka út börn tólf tíma á dag sjö daga vikunar fyrir 10 dollara mánaðarlega?

Ef þetta frelsi er ekki til staðars, þá skal ég gefa mér leyfi mér að renna mjög hratt niður hina olíuborna rökvillurennibraut: Þá þykir mér bara komin tími á alminilegan fasisma og ekkert bull. Annaðhvort okkar leið eða byssukúlu í höfuðið! Eða lífstíðarfangelsi! Eða ævivarandi skít og skömm!

En af hverju er kannabis bannað hér og víðar og af hverju er í tilfallandi tilvikum tekið harðar á sölu, dreifingu og neyslu á kannabisefnum heldur en þjófnaði, morði og nauðgunum? Útaf pólítörðum og vissri hysteríu.

En hvað með þá kenningu að kannabis sé einhverskonar gateway-vímugjafi í sterkari og harðari fíkniefni?

Kannabisinngangskenningin
Neysla á kannabis leiði í öllum/flestum/sumum/fæstum tilvikum til neyslu á öðrum vægum, meðal og/eða sterkum vímugjöfum, s.s. heróín, krakk, LSD, kókaín, sveppir, alsæla, nikótín, koffín, blásýra o.s.frv.

Getum við samþykkt það að þetta sé geitvei-kenningin í grófum dráttum?(eða eigum við kannski að kalla þetta Gateway-trúin? Hnjööööö!)?

Kannabisneysla -> væg/miðlungs/sterk fíkniefni.

Gateway-kenningin stenst engan vegin á margan hátt. Það er fátt sem bendir til þess að neysla á kannabis leiði átómatískt til neyslu harðari efna. Engar alminlegar rannsóknir styðja þá kenningu, nema hlutdrægar rannsóknir með fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Ég tek persónulegt dæmi, sem ég vonandi má, en ég hef núna neytt kannabisefni meira og minna síðan ég var sextán ára, með grófum útreikningum The Calculatorz gera það 12 ár.

Ég hef ekki fundið þörfina til að stinga í mig nál og sprauta í mig heróíni. En ég vill prófa ýmis önnur fíkniefni, s.s. LSD, meskalín, Peyote og ópíum. En áður en það gerist vill ég fræðast um þau og ef mér líst vel á þessi efni þá mun ég gera neyslu þess að hálfgerðri helgiathöfn útí sveit ásamt fárra en góðra vina hippahópi og verða bilaður í einn dag eða tvo. Þessa forvitni tengi ég ekki við kannabis-neyslu. Þetta er bara ósköp eðlileg forvitni og það er oftast forvitni sem leiðir fólk til neyslu á vafasömum vímugjöfum og forvitni sem leiðir mann til annara efna.

Svo er það líka algjört vonleysi sem getur haft áhrif. Það er, þótt ótrúlegt virðist, til fólk sem fór bara beint í krakkið. Og það er til fólk sem lætur jónurnar bara duga. Bjórinn er eitur margra. En þó er ótrúlegast af öllu ótrúlega er hið goðsagnakennda fólk sem neytir engra vímuefna, hvorki áfengi né dóps. Hvort þetta sé einhverjar lygar og mýtur skal ósagt látið.

Alveg sturl hliðarspor
Sú hætta sem stafar af neyslu kannabis, þ.e. þunglyndi, geðklofi, kynferðisleg brenglun og fleira til, má taka með vissum fyrirvara og, til gæta viss réttlætis, má sömuleiðis taka þær rannsóknir og staðhæfingar um lækningarmátt jurtarinnar með vissum fyrirvara líka.

Þó hefur verið sýnt framá, með óyggjandi hætti, að neysla á kannabis getu linað þjáningar MS-sjúklinga og einstaklinga sem þjást af ýmsum taugasjúkdómum og vöðvahrörnun, gefi anorexíu- krabbameins- og eyðnissjúklingum the munchies og hjálpi fólk með gláku.

Höldum aðeins áfram með þetta hliðarspor og tökum hægri snú.
Það er alltaf verið að reyna selja manni eitthvað í þessu kapítalíska þjóðfélagi. Við köllum fólk sem er að pranga að manni vöru í skiptum fyrir staðlaðaðan gjaldmiðill, viðskiptafólk eða sölumenn. Þeir sem selja fíkniefni eru kallaðir sölumenn dauðans, því “dauði” er svo kvlt og ívil.

Þeir sem seldu landa og ólöglegt áfengi á tímum áfengibannsins í kringum 1910-1930 voru kallaði sprúttsalar. Í sumum tilfellum var hægt að fá læknavín gegn lyfseðli hjá doktorum sem landeigendur og vel stætt fólk af góðum ættum og réttri stétt gátu misnotað að vild. Góðtemplarar, sem sumir störfuðu sem sýslumenn, þótti það furðu grunsamlegt að sumir herramenn voru með krónískan en valkvæman hausverk, valkvæmur því hausverkurinn var alltaf um helgar (og jafnvel á mánudegi). Þeim fannst athyglistvert að þeir sem höfðu lyfseðilskyld læknavín voru alltaf með nokkrar fullar bokkur af ýmsum tegundum um helgar jafnvel þó það var nóg að fá eitt staup af koníaki við kíghósta eða höfuðverk rétt fyrir svefninn samkvæmt læknisráði. S.s. þessar líters-flöskur ættu að duga í rúman mánuð. Oft var farið í sveitaferð ásamt fylgdarliði með “meðölin”. Þessi grunur leiddi náttúrulega til sektar. Starf þessara lækna er ekki svo verulega ósvipað læknum í dag sem drýgja tekjurnar með því að selja morfínskyld lyf til sprautufíkla. Þó er nú áfengið ívið hættuminna en morfín.

Sprúttsalar seldu, augljóslega, sprútt. Eflaust var helsta söluvara sprúttsalans landi, en sá tiltekni vökvi gat verið stórhættulegur eftir því hvernig hann var bruggaður. En þeir seldu nú líka stundum viskí, vodka, koníak og aðrar tegundir af eðaláfengi. En nú koma nokkrar pælingar, svo varið ykkur.

Dílerar, rétt einsog annað viðskiptafólk, sérhæfa sig oftast í einni vöru, rétt einsog viðskiptafólk sérhæfa sig einni vöru eða þjónustu. Þeir sem neyta kannabis reglulega versla reglulega hjá sama dreifingaraðila, þetta er að sjálfsögðu gefið og augljóst hverjum þeim sem er ekki með frómas í toppstykkinu (Kurdor(tm)(c)).

Eftir því lengur sem þú ert í viðskiptum við sama aðila því meiri líkur eru á að þessi vissi þjónustuaðili læri inná neysluvenjur þínar. T.a.m. ef þú ferð í sjoppu er þú hefur stundað í þrjú ár og sama starfsfólkið búið að vinna þar í þann tíma er ekki ólíklegt að þau munu ná í vissa vöru sem þau vita að þú verzlar oft. Á veitingastað er búið að skíra einhvern matrétt með þínu nafni.

Og þú ert ekki fyrr búinn að tylla þér við eitthvað borðið á uppáhaldsknæpunni þinni að ískaldur bjór er skelltur á borðið af huggulegu þjónustustúlkunni sem þú vilt ólmur serða. Þetta er, einsog fyrr segir, sjálfsögðu gefið og augljóst hverjum þeim sem er ekki með frómas í toppstykkinu(Kurdor(tm)(c)).

Svo að ef þú ert búinn að verzla við sama sölumann dauðans í kannski þrjú ár eða lengur og það eina sem þú kaupir er maríjúana og/eða hass (og kannski einstök tilvik um spítt eða kókaín) þá er það nokkuð augljóst að þessi sölumaður er ekkert að fara pranga inná þig eitthvað annað. Nema hann sé desperat, þá kemur hængur á þeirri skoðun minni að gateway-kenninginn er óttalegt bull.

Hasshliðarhugmyndin er bull
Upplýstir og réttlátir þjóðfélagsþegnar sem rólega meta rök útfrá þeim gögnum og heimildum er þau fá í hendurnar og kynna sér, leitast eftir sáttum ef einhverskonar ósætti eða misskilningur á sér stað, geta átt sæmilega uppbyggjandi samskipti bæði á orði og borði og forðast óþarfa átök og eru tilbúin til réttlátra málamiðlana, er neyta ekki neinna vímugjafa eða geta haft stjórn á neyslu vissra efna (s.s. áfengi, kannabis eða heróín) en eiga hugsanlega hættu á að verða fíklar eða eru þegar fíklar. Það er töluverður slatti af góðum orðum og ekki amalegt ef þjóðfélagið væri byggt upp af svoleiðis fólki. En því miður höfum við alla þessa vitleysinga við hliðarlínuna á báða bóga er kunna sér ekki hóf á neyslu áfengis og kannabis og fólkið sem getur ekki hamið sig frá upphrópunum og fúkyrðaflaumi. Stundum skarast þetta lið á.

En reynum að halda okkur við efnið. Tölum um þenn hæng sem ég minntist á og almenna hegðun kapítalísks þjóðfélags á einfaldan hátt og hvernig það getur stuðlað að þessari kjánalegu gateway-kenningu:

Fáar vörur - > sala - = hagnaður
+
Meira úrval - > sala = hagnaður
+
Dýrar vörur -> sala = hagnaður
=
Töluverður hagnaður

Því meir sem þú selur og því fjölbreyttara úrval eru líkur á meiri hagnaði. Algjör geimvísindi.

Ég yrði þokkalega fúll og foj ef dílerinn minn, sem ég hef kannski stundað viðskipti við í 6 ár, mundi skyndilega reyna bjóða mér heróín eftir að ég hafi verslað við hann kannabis. Rétt einsog að apótekarinn mundi rétta manni morfín í staðinn fyrir íbúfen. Í staðinn fyrir ískaldan bjór á barnum fengi ég gambra blandað við tréspíra beint í andlitið og eldspýtu í hárið frá þjónustustúlkunni sem er fúl yfir misheppnaða viðreynslu síðustu helgi. Eða klúbbsamloku með hundaksít í staðinn fyrir papriku. Eða rússneskt nauðgunarbarnaklámsnöffmyndir í staðinn fyrir hommaklám. Ég mundi skipta um þjónustu umsvifalaust.

Málið er nefnilega að dílerar þurfa að selja vöru og sumir eru með meiri en eina vöru, s.s. amfetamín, kókaín, LSD og fleira. Hvort það sé val eða þröngvað uppá dílerinn af aðaldreifingaraðalanum skal ósagt látið. En þetta fólk freistast til að vekja athygli á þessu. Það er geitveiið. Ekkert hass til, en viltu prófa þetta dýrindis krakk? Allir svölu krakkarnir nota krakk.

En dílerarir, rétt einsog annað sölufólk, ættu ekki í ákafa sínum til að losna við sjittið sitt að reyna pranga inná mann einhvern óbjóð sem maður hefur engan áhuga á og viðkomandi sölumaður ætti að vita það.

En ef ég á annað borð mundi lesa mig meira til um heróín og mundi taka þá upplýsta ákvörðun að prófa heróín til að athuga what all the fuss is about, þá mundi ég frekar vilja versla það frá ríkinu, fá hreinar sprautunálar, faglegar ábendingar frá hjúkrunarfræðingum og læknum frekan en frá einhverjum sjeidí gaur með perraglott og eyðnismitaðar sprautur.

Já, já og bla, bla, bla.

Í stuttu máli: Þetta snýst um mahafakkings einstaklingsfrelsi.

SJÚANDI TITTLÍNGA!
HAHAHA!
SKÍTPÍKA!

One Trackback/Pingback

  1. BlogDodd / Ögn meira blaður um kannabis on þriðjudagur, janúar 13, 2009 at 17:31

    [...] mínu eilitla blaðri um kannabis síðasta ágúst þá ýjaði ég að því að opinber umræða um vímuefni kemur í bylgjum á [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*