Skip to content

Ihsahn - angL

Ihsahn
angL
2008 Candlelight / Mnemosyne

Scarab

Ihsahn gaf út plötuna angL á þessu ári. Þetta er önnur sólóplata kappans sem gaf út The Adversary árið 2006. Ihsahn ætti að vera flestum þenkjandi metalhausum nokkuð kunnur en hann stofnaði hið þekkta blakkmetalband Emperor ásamt trommaranum Samoth árið 1991 og hefur lánað hæfileika sína til fjölda annara banda, s.s. Zyklon-B, Arcturus, Star of Ash og fleiri. Ihsahn er þannig séð algjör goðsögn innan blakkmetalgeirans, enda gífurlega hæfileikaríkur tónlistarmaður einsog heyrist gjörla á angL.

Þetta er níu laga breiðskífa, öll lögin eru um eða í kringum fimm mínútur á lengd. Og þó verkin sem hann gerði með Emperor, einsog Equilibrium og Prometheus, voru pjúra blakkmetal, þá hefur hann fært sig yfir í næstum hefðbundin metal undir sínu nafni – en blakkmetallinn svífur þó yfir vötnum.

Platan byrjar af krafti með laginu Misanthrope og það heyrist þá og þegar hvað Ihsahn er alveg gríðarlega lunkinn gítarleikari, en það er allt morandi í nettum touchum á þessari plötu piprað með drulluflottum sólóum. Svo notar hann synða til að leggja áherslu á tónsmíðarnar, einsog heyrist á þeim lögum sem standa verulega uppúr að mínu mati, sem eru Scarab, Unhealer og Threnody.

Með honum spila félagarnir úr Spiral Architect þeir Lars Norberg á bassa og Asgeir Mickelson á trommum, aukinheldur fær hann valinkunnan gest til að syngja eitt lag, en það er enginn annar en Mikael Åkerfeldt úr Opeth og þeir félagar taka smá dúett á ballöðunni Unhealer, sem er alveg þrusugott lag. Åkerfeldt er líka með þessa agalegu fallegu, klín söngrödd og er einn besti söngvari sem ég hef heyrt í, en Ihsahn nýtur sín líka og má heyra hann syngja af þvílíkri stakri snilld í laginu Threnody.

“And his legacy flows
Like a river”

Threnody

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*