Skip to content

Testament - Formation of Damnation

TestamenT
Formation of Damnation

Nuclear Blast, 2008

More Than Meets the Eye

Níu árum eftir tímamótaplötuna The Gathering, sjö árum eftir að Alex Skolnick gekk aftur í bandið, fimm árum eftir að Chuck Billy jafnaði sig eftir krabbamein í hálsi og bassaleikarinn Greg Christian kom aftur, ári eftir að Paul Bostaph gekk í bandið til að berja húðirnar kom út enn ein skyndiklassíkin frá TestamenT hin skriðþunga Formation of Damnation.

TestamenT er án efa stærsta þrassjmetal-bandið sem hefur alltaf verið á jaðrinum að meika það feitt og eitt af þeim metal-böndum sem komust í gegnum tíð ídentíkrísu metalsins um miðbik tíunda áratugarins, þ.e. í stað þess að fara annaðhvort í gruggið eða industrial, einsog svo mörg metalbönd gerðu, héldu þeir sinni braut og urðu bara þyngri í þrassinu með alveg hreint kolklikkuðum plötum á borð við Low og hinni djöfullegu Demonic.

Platan byrjar á níðþunga intróinu For the Glory of og svo kemur hið afar tónleikavæna More Than Meets the Eye, tónleikavænt segi ég útaf sönglinu í kórusinum sem allir áhorfendur mundu án efa taka undir.

En halda þeir þessum fítonkraft sem heyrist á fyrstu mínútum plötunnar? Svo fokking sannarlega. Það sem stendur einna helst uppúr er þessi fokking kraftur sem kempurnar hafa, þeir eru svo þéttir að þeir mynda svarthol sem sýgur mann inní nýja vídd af glæsilegum metal.

Chuck Barry er einn besti fokking metalsöngvari í heimi. Gítartvíeykið Eric Peterson og Skolnick eru í essinu sínu. Bassafanturinn skilar sínu og gott betur og Paul Bostaph er einsog þrumuguð á trommum. Textagerðin á plötunni er alveg prýðileg og umfjöllunarefnið er að mestu pólítík og heimsmál, stríð og bardagar.

Ef einhver hélt að þessir gömlu metalhundar væru búnir að missa það og með grillur um að þeir gætu ekki toppað The Gathering eða Demonic, þá get ég staðfest það fyrir ykkur að það er alrangt. Þetta er án efa ein af topp tíu metalplötum ársins.

Þau lög sem mér finnst standa uppúr á þessari 11 laga og rúmlega 50 mínútna meistarastykki er titillagið The Formation of Damnation, The Persecuted Won´t Forget og Killing Season.

Killing Season

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*