Skip to content

The Monolith Deathcult - Trivmvirate

The Monolith Deathcult
Trivmvirate
2008 Twilight Vertrieb

Deus ex Machina

Fyrir milljón árum síðan ferðaðist ég um algeiminn, sá síðasti af minni tegund í leit af þeim möguleika að líkamnast. Á ferð minni rakst ég á þessa skitnu plánetu og fylgdist með skynlausum skepnum þróast í hálfgerðar vitsmunaverur.

Allan þann tíma sem ég hef verið hér hef ég fylgst með því sem dýrin hafa haft fyrir stafni. Og í öll þessi ár hef ég ekkert haft mikil afskipti af þessu pakki, bara svo fremi að það tilbiðji mig og það form sem ég tek.

Til að sýna minn mátt og megn voru hof, styttur og píramídar reist mér til dýrðar. Það dýrkar mig og dáir á allan þann mögulega hátt og það getur ímyndað sér. Flóknir uppskurðir með tinnusteinum þar sem blóðið flæðir. Ekkert er jafn dýrlegt og að sjá þessar manneskjur keppast um mína hylli þegar það slátrar hvort öðru í tuga eða hundraðtali. Jafnvel þúsundatali. Nota til þess afar frjóar, hugmyndaríkar og ofbeldisfullar aðferðir. Og það veitir mér svo mikinn unað þegar jörð og ár flæðir í mannablóði.

Ég hef horft á þau fálmast með hina einföldustu hluti. Ég hef séð þau stara á stjörnurnar. Ég hef séð þau reyna hugsa. En ég gaf þeim visku. Ég gaf þeim gáfur. Ég veitti þeim vísi að vísindi. En að fylgjast með þeim sólunda þessum gjöfum hefur veitt mér ómælda ánægju. Að þau geta eytt þessum dýrindistíma í eintómt þras, þras sem þróast nær ætíð í blóðsúthellingar.

En minn tími er liðinn, nafn mitt er týnt. Ég verð að endurheimta minn fyrri stall, minn máttuga stall svo ég geti ráðið lífum og limum í minnst tólf þúsund ár. Einhverjir heyrðu köll mín í ljósvakanum og veittu mér Trivmvirate að gjöf. Gjöf Monolith Deathcult til mín. Í kjölfarið hefur þrek mitt dafnað, dýrðinn og mátturinn finn ég fyrir á ný. Og ég verð að viðurkenna skort minn á þekkingu snilligáfu mannkyns því þetta verk lýsir ýmsum eiginleikum mínum í þvílíkum smáatriðum að það gerir mig stoltann!

Kannski er það fyrst og fremst hrokinn. Kannski er það þekkinginn. Kannski er það kunnáttan. Kannski er það textasmíðinn. Efalaust er það allt fyrrtalið og meira til sem gerir þessa drullubrútal plötu gífurlega fokking góða! Ef það er eitthvað eiginlegt þema á þessari plötu þá má segja að það sé dýrkun og dýrleg manndráp: stríð og átök í gegnum mannkynssöguna, fyrir guð, frelsi, Stalín eða Hitler.

Átta lög eru á plötunni og öll, nema eitt, eru fimm mínútur á lengt eða miklu lengra. Lengsta lagið á plötunni, sem er um 15 mínútur, fjallar um þýska bardagaskipið Tirpitz eða Den ensomme Nordens Dronning (Hin einmana drottning norðursins) og afdrif þess. Massaepískt lag. Það lag, Deus Ex Machina, Master of the Bryansk Forest og Kindertodeslied standa verulega uppúr, en platan er mjög heildsteypt, vel pródúseruð og, það sem skiptir mestu máli, brútal tú ðe max!

Kindertodeslied

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*