Skip to content

Monthly Archives: september 2008

Tímamót

Fékk ansi skemmtilegt bréf til mín í dag. Innihaldi þess ætla ég ekki að tjá mig um hér að svo stöddu, en ætli það sé ekki nóg að segja frá því að þetta breytir ýmsu. Ég mun rausa og reifa um þetta alminilega síðar meir. Þetta gerir samt að verkum að ég þarf að fara [...]

Snauður sauður

Ó vei!
Sumum finnst það góð regla að hefja innlegg sitt á blogginu sínu með upphrópun um hvað það er agalega langt síðan maður hefur bloggað, hvað maður hafi ekkert að segja, til hvers er ég með þetta blogg eða jæja best að skrifa eitthvað í þetta blogg.
Ég hef mestu andúð á því, þoli það ekki. [...]

Sjiiii!

Jú had tú bin ðer skomm
En þar sem ég var nú bara mestmegnis einn (fyrir utan sagnfræðinginn um tíma og eitt stykki síma um stund) , þá eru nú ekki mörg vitni.
Seiseisei.
Mánudagskvöld!

Aumingja Edvarður

Hefurðu heyrt fregnir um hann Edvarð? Að á hnakkanum hans var andlit af konu eða ungri stúlku. Sagt var að það mundi draga hann til dauða ef andlitið væri fjarlægt, svo aumingja Edvarður var dauðadæmdur. Þetta andlit gat víst hlegið og grátið, hún var víst illi tvíburi hans.  Hún talaði við hann að næturþeli um [...]

Ungaður út á öld

Eitt allra flottasta lag sem ég hef heyrt er lagið Hatched Upon the Age með eðalbandinu Comets on Fire af plötunni Avatar frá 2006, sem er án efa ein besta rokkplata sem komið hefur út undanfarin tíu ár eða svo.
Söngvarinn, Ethan Miller, nýtir sína brostnu rödd til fullnustu og svo gjörsamlega veit hvers hann er [...]

Strumpar

Ég og systir mín valhoppuðum um landið eina koldimma nótt í leit af litlu bláu kvikindunum og á bletti einum sáum við slatta af þeim svo við rifum þá upp og stungum í poka og dunduðum okkur við það þar til við uppgötvuðum að Kjartan stóð í einum glugganum í sótu húsi næst okkur og [...]

Dr. Pepper er besti gosdrykkur í heimi

Það óneitanlega gladdi mitt gallsvarta hjarta þegar ég skrapp í einu alvöru matvöruverzlunina á Höfn, þ.e. Nettó, og sá ansi stóran stafla af Dr. Pepper á gólfinu. Dr. Pepper, sjáið nú til, er uppáhaldsgosdrykkurinn minn og ég einfaldlega staðhæfi hér og nú að Dr. Pepper er besta ropvatn sem völ er á.
Ég skil ekki fólk [...]