Skip to content

Dr. Pepper er besti gosdrykkur í heimi

Það óneitanlega gladdi mitt gallsvarta hjarta þegar ég skrapp í einu alvöru matvöruverzlunina á Höfn, þ.e. Nettó, og sá ansi stóran stafla af Dr. Pepper á gólfinu. Dr. Pepper, sjáið nú til, er uppáhaldsgosdrykkurinn minn og ég einfaldlega staðhæfi hér og nú að Dr. Pepper er besta ropvatn sem völ er á.

Ég skil ekki fólk sem finnst Dr. Pepper ekki gott og jafnvel segja að þessi drykkur sé viðbjóður. Svoleiðis fólk kallast smekklausir tittlíngar í mínum bókum. En, þið vitið, þá finnst mér viskí vera viðbjóður. Og koníak líka. Brandí og ýmsir appelsínudrykkir, einsog t.d. Egils Appelsín (kannski ekki beinlínis viðbjóður, en mér finnst það ekkert sérlega gott). Svo þetta jafnast allt út á sinn skringilega hátt.

Bloggaðu einsog vindurinn, tjáði félagi minn mér.

Ókei, fer að gera það. Tjái mig um kúk og piss á næstunni. Kannski ekki kúk, frekar fítonkraftsfrussuprumpið sem ég upplifði á klósettinu í gær. Og lyktin! Eins góð og gjörn klisja og eftirfarandi er þá var fnykurinn úr rassgatinu á mér ekki af þessum heimi, er ekki frá því að óþefurinn hafi birst frá sjöttu víddinni viðurstyggð.

2 Comments

  1. Fullkomlega sammála. Dokktorinn ber af í heimi gosdrykkjanna. Reyndar sé ég alltaf eftir Póló. Það var einstakur drykkur. Blár Powerate er einnig ljúfur.

    En ekkert slær út dokktorinn.

    fimmtudagur, september 4, 2008 at 05:53 | Permalink
  2. Imba wrote:

    Í gráskallakastala er hægt að finna næstum heilan kassa af Dr. Pepper.

    föstudagur, september 5, 2008 at 21:19 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*