Skip to content

Ungaður út á öld

Eitt allra flottasta lag sem ég hef heyrt er lagið Hatched Upon the Age með eðalbandinu Comets on Fire af plötunni Avatar frá 2006, sem er án efa ein besta rokkplata sem komið hefur út undanfarin tíu ár eða svo.
Söngvarinn, Ethan Miller, nýtir sína brostnu rödd til fullnustu og svo gjörsamlega veit hvers hann er megnugur og syngur þetta lag af þvílíkri stakri snilld að ég fæ gæsahúð. En tónlistin sjálf er líka gríðarlega flott, hljóðfæraleikurinn allur til fyrirmyndar, afskaplega óld-skúl rokk, kyrddað með hinum fínasta píanó- og orgelleik ásamt skemmtilegu samspili gítarleikarana.

Yndislegt lag. Og yndisleg plata.

Hatched Upon the Age

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*