Skip to content

Snauður sauður

Ó vei!

Sumum finnst það góð regla að hefja innlegg sitt á blogginu sínu með upphrópun um hvað það er agalega langt síðan maður hefur bloggað, hvað maður hafi ekkert að segja, til hvers er ég með þetta blogg eða jæja best að skrifa eitthvað í þetta blogg.

Ég hef mestu andúð á því, þoli það ekki. Finnst þetta vera merki um hugmyndaleysi því, einsog ég hef áður sagt, þannig færslur byrja með einhverju “ó vei!” og eru í raun oftast ekki um neitt. En þessi tilteknu skrif eru ein af þessum afar ómerkilegu færslum sem ég hata, enda bara dæmigert og óttalegt blaður um blogg og óttalega dæmigert bloggblaður.

Kannski er það leiðinlegt fyrir sumt fólk er fylgist stíft með því sem sumir hafa segja að kíkja reglulega eða óreglulega á vefbók einhvers og sjá að það er langt liðið síðan síðasta færsla var. Stundum á ég það til að láta hugann reika og ímynda mér að viðkomandi sem hefur haft það að reglu að lesa vefbókina mína nokk stíft í þau ár sem ég hef skrifað lendir í rúmlega klukkutímasturlun; rís uppúr stól eða rekkju og hoppar nokkrum sinnum upp og niður af pirringi, fer í bað þar til fingurnir verða að sveskjum eða byrjar að baka skúfuköku af bræði meðan viðkomandi tuðar “Þórður á ekki svona góða skúffuköku skilið!”

En - þar sem ég er ritstjóri vefritsins Vantrúar - þá stórefast ég um það. Þó er gaman að láta hugann reika, þó það sé ekki jafn merkilegt og þetta. Vissulega reikar hugurinn annað, svona einsog hvað það væri gott að ríða. Því ég, sjáið nú til, er þeim ókostum gæddur að vera með lélegt sjálfsöryggi sem leiðir til þess að ég velti því mikið fyrir mér og mikill tími fer í það hvað maður er nú ömurlegur og leiðinlegur að maður getur sjaldan einbeitt sér að því hvað maður er nú ansi merkilegur að mörgu leyti. Hvað það er er ykkar að komast að.

Ó vei!

Og nú er komið að dagskrárliðnum sem allir hafa beðið eftir:

Hvað er í fréééééééééééttuuuuuuuuuum… je!!!

  • Ég átti afmæli 25. september og er því á 30. aldursári
  • Fjórða árið í röð er ég að taka þátt í uppfærslu hjá Skemmtifélagi Hornafjarðar, í þetta sinn er það Bítlasjóv og ég syng Lucy in the Sky with Diamonds og While my Guitar Gently Weeps
  • Er ennþá ritstjóri hjá Vantrú
  • Stunda það stöku sinnum að skrifa plötudóma fyrir Harðkjarna. Nýjasti dómurinn er um The Way of all Flesh með Gojira
  • Ég finnast íslenskan skána hjá mig
  • Bý enn hjá foreldrunum
  • Fæ mér reglulega vafasama vímugjafa
  • Veit aðeins meir um hluti
  • Metall er ennþá uppáhaldstónlistarstefnan mín
  • Er á góðri leið að vera einsog Einar frændi

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*