Skip to content

Monthly Archives: nóvember 2008

Að blása í trompet með rassinum á sér

Var hálf tilneyddur til að hlusta á aðventumessu í útvarpinu í morgun meðan ég var að vinna þar sem nokkrir bullustampar og erkibullustampur voru að blaðra um drottins guðs dýrðar jesús prump. Það furðar mig hvernig fólk nenni fyrir því fyrsta að tala svona samhengis- og tilgangslausa steypu og að öðru lagi hvernig, og í [...]

Veikindi er partífjör

Á mánudaginn var sló eitthvað niður hjá mér. Ég byrjaði að skjálfa af kulda, þó það væri ekkert kalt eða svitna af hita, þó það væri alveg mollulegt. Svo fylgir þessu einhverjir beinverkir, mér er illt í skrokknum og höfuðið á mér hótar hausverk á hverjum klukkutíma. Er búinn að liggja undir sæng, stundum tveim, [...]

Lítill hópur í kringum hann

Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á sér aðdáanda. Einhverskonar Í bítið-eltihrelli sem lætur alltaf í sér heyra um leið og minnst er á Vantrú og Matthías Ásgeirsson í Í bítið. Í þau skipti sem viðkomandi aðili, köllum hann bara Jón, hefur hringt inn í Í bítið til að ræða um þessi málefni þá segir Jón nær [...]

Eldur í ganginum!

Horfði á Aliens (director´s kött) á stafrænum fjölbreyti-disk, einsog ég á til með að gera, enda frábær mynd. Ég gerði mér þann grikk að horfa á hana með íslenskum texta. Það vekur mér furðu hverskonar moðhausar fá það starf að þýða kvikmyndir á íslensku - en Aliens er ekkert einsdæmi þegar kemur að alveg hreint skelfilegri [...]

Sálumessa fyrir Jean-Claude Van Damme!

Á ferðum mínum um hinn víðáttufagra veraldarvef rakst ég á tilkynningu um kvikmynd með vöðvabúntinu frá Brüssel, Jean-Claude Van Damme, sem gerði garðinn frægan með fínustu kúngfú- og hasarmyndum einsog Bloodsport, Double Impact, Universal Soldiers (ásamt sænska tröllinu Dolph Lundgren), Hard Target og Timecop. Frægðarljóminn skein bjart en byrjaði að flökta rétt uppúr miðbik tíunda [...]

Skorpusnípur, túrte og tussuduft

Einn snillingur kom með eitt viðurstyggilegasta samsetta orð sem ég hef heyrt, sem er “skorpusnípur”. Snípur er náttúrulega gullfallegt orð sem lýsir fádæma fögrum og fallegum hluta af kvennmannslíkamanum. En að skella “skorpu” sem viðskeyti á hinum íðilfagra “sníp” gefur manni netta klígju. Ég meina, hver vill sleikja skorpusníp? Það eina sem mér dettur í [...]

Skopmynd ársins

(via Kurdor @ taflan via Sóley @ mbl)

Þú ert algjört rassgat!

Stundum berst tal að mjög merkilegum málhætti Íslendinga þegar eyjaskeggjar grípa til orða sem eiga að lýsa t.d. krúttlegum og/eða fallegum eiginleikum einhverja manneskju, til að mynda barns. Þá er sagt að barnið sé algjör rúsína (sólþurrkað vínber), rassgat (endaþarmsop) eða prumpulína (illa lyktandi snæri úr endaþarmi).
Maður spyr sig, gæti þetta verið því það er [...]

Listin að safna skeggi

Get ekki sagt annað en ég dáist að þrautseigjunni og metnaðnum hjá fólki sem safnar skeggi. Ég er ekki að tala um einhvern væskilslegan smá brúsk til að njóta hylli meðal kvenþjóðarinnar og samkynhneigðra karlmanna, ég er að tala um tug sentimetra löngu alskeggi líkt og lókal Hornfirska semí-selebrítið Leifi í Hólum, tveir eða þrír [...]

Íslenskir gangsterar

Já mar! Ekki vera hatehr! Vertu playah! Og kannski verrurru einhverntíman gangster!
Recognize!
Aaawww yeah
-Analkunta , Taflan - Fös Nóv 07, 2008 7:42 pm
Ætli það sé til, segjum, átta manna gengi af íslenskum vonnabí-smákrimmum sem hafa allir eitthvað viðurnefni? Einsog Kiddi bremsa, Doddi morðingi, Atli öngull, Haukur kúbein, Ómar kuti, Tómas toppstykki, Gunni hnefi og svo glæpaforinginn [...]

Betl

Æji, mikið agalega leiðist mér að gera þetta. Þetta er eitthvað svo, tja, desperat. Eitthvað svo? Þetta ER desperat. En maður verður víst að redda sér einhvernveginn og þegar maður er desperat þá gerir maður desperat hluti.
En þannig er mál með vexti að ég er alveg staurblankur aumingi. Á einhverja peninga sem eru fastir í [...]

Feimni og óframfærni

Hvernig er það? Er ekki hægt að taka önnur lyf við því en áfengi?

Vafasöm vefbókarhöfundarkrísa

Vá, er ég sá eini sem er bæði sammála og ósammála mér?! Er ég sá eini sem finnst ég mér vera fyndinn? Virðist það virkilega vera að allt mitt sprell sé stolið, bamboozled, haft að fífli, frá öðrum? Get ég beinlínis sagt, sökum skorts á athugasemdum, að ég á fáa vini, er leiðinlegur, ófyndinn, vanhnyttinn, [...]

Ræstidaman

Fölblá saga

[hægt er að hlusta á kynaæsandi rödd Vefþulunnar þar sem hún les þessa smásögu upp af þvílíkri ást og alúð að þú munt renna af sætinu sökum ástarvökvana sem seitla útúr svitaholunum því þú æsist svo mikið upp]
Hún beygði sig unaðslega niður eftir fötunni og lyfti henni upp með vinstri hönd og stakk því [...]

Uppgjör dauðans

Ætli maður þurfi ekki agera einhverskonar lista yfir toppplötur ársins. Ætli maður stefni ekki á topp tuttugu. Er örlitið á reiki, en topp fimm plöturnar eru negldar niður og munu ekki bifast:

Septicflesh
Communion (rívjú)

The Monolith Deathcult
Trivmvirate (rívjú)

Gojira
The Way of all Flesh (rívjú)

Portishead
Third

Satyricon
The Age of Nero
TestamenT
The Formation of Damnation (rívjú)
Hollenthon
Opus Magnum
Opeth
Watershed
Hail of Bullets
…of Frost and War
Iced Earth
The [...]

Hvar er reiðin?

Ér brjálahhh! Alvegh snælduuhbrjálaaaahhh!!!
-brot úr MSN-samtali
Október hefur ekki verið beinlínis almennilegur mánuður fyrir almenning. Nóvember verður engu skárri  og eflaust að desember verði algjör stuðbomba!
Hækkandi vextir. Vafasöm skuldbindinginn þjóðarinnar til alþjóðarar. Sparnaðarfé að hverfa af reikningi tugþúsunda vinnandi Íslendinga. Uppsagnir. Gjaldþrot. Volæði, vosbúð, fátækt og vonleysi handan við hornið. Er von að maður spyr, hvar [...]

Nýr flokkur í mótun?

Emil: Hva? Ertu alveg brjálaður, maður?
Clarence Boddicker: Naglhaltukjafti og gerðu það! Gerðu það bara!
RoboCop (1987) eftir Paul Verhoeven
Skilst að það sé nýr flokkur í pípunum sem verður víst hressari en Hemmi Gunn og jafnvel skondnari en Ómar Ragnarsson! Og grænni en Hulk. Einhverskonar frönsk retro-rétt-yfir-miðbik 20. aldar byltingarkenning í bland við Evrópsku Dadanarkisma-mótmælendur í fyrri [...]

Opnið fyrir svartamarkaðinn!

“Ég veit ekki hvað er þarna inni, en það er skrítið og pirrað, hvað sem það er!”
-Clark (Richard Masur) John Carpenter´s The Thing (1982)
Jæja, fyrst að byrjað er að bera fátækt fólk út úr húsum og lögleg atvinna fer þverrandi þá er nú ekki langt í aukna vímuefnaneyslu-, sölu og almennan hórdóm til að hafa [...]

Áhættufjárglæfrastarfsemi

Fyrrum bankastjóri stendur fyrir framan hóp af helsjúkum gangsterum á fundi nafnlausra áhættur- fárglæfra- spílavítisstarfsemisfíkla:
“Já, ég var einu sinni næstum einsog þið aumingjarnir. Þegar ég komst ég tæri við alla þessa peninga þá hugsaði ég ekki um annað en að sjá meira - hærri tölu - hærri prósentuvöxt - meiri hagnað - meiri pening - [...]

Ó! ÉG!

Það er opið debatt um hvað öðru fólki finnst, en ég er svo frábær! Mikið gasalega er ég glæsilegur. Gæti haft mynd hérna af mér, en ég vill leyfa lesendum að leyfa hugmyndaaflinu að ráða og leyfa ímyndaða dýrinu að ráfa laust um eyðilendur Frábærég-eyðimörkinni í hugaraflinu Ég.  En, bara svo þið vitið það, ég [...]