Skip to content

Hvar er reiðin?

Ér brjálahhh! Alvegh snælduuhbrjálaaaahhh!!!
-brot úr MSN-samtali

Október hefur ekki verið beinlínis almennilegur mánuður fyrir almenning. Nóvember verður engu skárri  og eflaust að desember verði algjör stuðbomba!

Hækkandi vextir. Vafasöm skuldbindinginn þjóðarinnar til alþjóðarar. Sparnaðarfé að hverfa af reikningi tugþúsunda vinnandi Íslendinga. Uppsagnir. Gjaldþrot. Volæði, vosbúð, fátækt og vonleysi handan við hornið. Er von að maður spyr, hvar er reiðin? Af hverju hef ég lítið verið var við hina réttlátu reiði landsmanna en þess í stað verið vitni af einhverju tilgangslausu væli um hver fær að halda mótmæli fyrst?

Máske eru einhverjir hugsjónarmenn að vinna bakvið tjöldin í samstarfi við björgunarsveitir (fyrst við höfum engan her) landsins um að koma valdhöfum frá og setja á björgunarstjórn (ekki herstjórn, því við höfum ekki her) sem svo skipuleggja borgar- og bæjarfundi um allt land þar sem íbúar ræða um sína fjárhagskrísu, leiðir til að redda því á sem hagstæðasta og ódýrasta hátt til langframa og senda svo hóp sem samanstendur af þremur til fjórum einstaklingur á allsherjarþing landsmanna á Þingvöllum sem haldið verður í janúar. Gæti vel verið, en mjög ólíklegt.

Onei, einsog ég sagði síðast þá er fólk en að bíða eftir að næsti maður geri eitthvað sniðugt sem sömuleiðis bíður eftir að þú gerir eitthvað sniðugt. Nema nú er þetta eitthvað bylting.

En það er alveg bullkraumandi reiði - bara svo það sé á hreinu ef einhver hefur ekki tekið eftir því.

Skyldubroskall –>  ;)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*