Skip to content

Ræstidaman

Fölblá saga

[hægt er að hlusta á kynaæsandi rödd Vefþulunnar þar sem hún les þessa smásögu upp af þvílíkri ást og alúð að þú munt renna af sætinu sökum ástarvökvana sem seitla útúr svitaholunum því þú æsist svo mikið upp]

Hún beygði sig unaðslega niður eftir fötunni og lyfti henni upp með vinstri hönd og stakk því undir kranan og lét sjóðheitt vatnið renna hægt og ljúflega í ílátið. Jóna drap tittlínga með sínum seiðandi augum meðan heita bunan fyllti fötuna af alúð. Þegar þessu verki var rúmlega hálfnað skrúfaði hnátan tappan af Royal 5+1 gólflöðrinu og hellti í smá dreitill af löðri í forlátu fötuna.

Að því loknu greip hún mjúklega um handfangið með latexvörðu höndunum sínum og togaði lauslega í og lagði svo fötuna á gólfið. Svo strauk hún um skaftið á skúringagræjunum og renndi því upp og setti svo á hreina moppu. Með fimlegum hreyfingum stingur hún moppunni í unaðsfulla löðurvatnið, en er hún tók upp tólið þá skvettist smá af volgheita vatninu á Jónu, sem kipptist ögn við, með bland af undrun og unað, þegar hún blotnaði þarna að neðan.

Hún hélt inní eitt baðherbergið á þessari ríkisstofnun, en þar vann hún á nóttinni, og skúraði skítuga gólfið. Hún vissi líka að henni var ætlað að skúra minnst tvö stór og fjögur lítil baðherbergi í viðbót - en hún var samt strax byrjuð að svitna. En hún var vandvirk og fljót til verks svo hún þreif af alúð og þokka líkt og hún hafði gert undanfarin ár.

Svo þurfti hún að gera það líka í flest öllum skrifstofuherbergjum, en hún naut þess líka. En þá þyrfti hún að ryksjúga. Hún fór inní kompu og beygði sig niður eftir Lekseksjúal-ryksugunni og strauk um það til að finna handfangið sem auðveldaði henni að halda á því.

Fyrst ætlaði hún að sjúga teppið á skrifstofu deildarstjórans, en hún var vön að byrja sjúga teppið þar. Hún gekk rakleiðis að vinnusivstarverum Rick Hardon, tók í húnin á hurðinni og trítlaði inn. Rafmagnsleiðsluna dróg hún útúr rafgatinu á ryksugunni og stakk því í eitt rafopið á veggnum. Teppið var eldrautt og seðjandi. Hún þrýsti á hnappinn og fann fyrir vélinni titra lostafullt við fætur sér, hún hneigði sig niður og strauk barkann hægt á ryksjúgunni, snéri sér ögn og dillaði á sér bossan með hún saug teppið. En ryksugupokinn var helþrútin og granítstífur að hann meikaði ekki meir og gafst upp, svo Jóna skipti um ryksugupoka og hélt áfram að sjúga teppið hjá Rick Hardon.

Þegar hún var búin að sjúga teppið hjá Rick Hardon fór hún að huga að smáatriðunum, svo hún teygði sig í tuskuna sína og þreif af skrifborðinu með tusskunni. Hún handfjatlaði postulínsvasan, því hún fannst vasinn vera æðislegur, og þreif hann líka með tusskunni sinni. Með seiðandi augnráði starði hún á rykið á hillunum og lét vísifingur renna mjúklega eftir því og skrifaði “5+1″. Hún stundi og strauk svo allt arið af. Þetta gerði hún tvisvar þrjátíu og þrisvar sinnum, sex sinnum í viku. Að loknu 6 tíma vinnutörni, fór hún í ræstiherbergið og klæddi sig úr sveittu ræstifötunum og tíndi á sig sínar eigin hóflegu spjarir. Hún stimplaði sig út, klæddi sig í dúnmjúka og fölbláa kuldagallan og arkaði heim til barnana sinna fimm og bónda á Makaratlotstíg 60a.

Hún er 57 ára gömul, harðgift Núma Hallsyni, drengur góður og heiðvirður

Hún ber nafnið Jóna Harðardóttir og er tussusveitt og funheit því hún er með kvef og hita.

One Comment

  1. Kurdor wrote:

    Ó, hvílíkur unaður!

    sunnudagur, nóvember 9, 2008 at 14:03 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*