Skip to content

Vafasöm vefbókarhöfundarkrísa

Vá, er ég sá eini sem er bæði sammála og ósammála mér?! Er ég sá eini sem finnst ég mér vera fyndinn? Virðist það virkilega vera að allt mitt sprell sé stolið, bamboozled, haft að fífli, frá öðrum? Get ég beinlínis sagt, sökum skorts á athugasemdum, að ég á fáa vini, er leiðinlegur, ófyndinn, vanhnyttinn, skemmdur, félagslegt viðrini og skíthaus?

Fór á fyllerí um daginn og hitt gamlan vin minn og hann var eitthvað svo fullur og ég sagði “Sæll, hvað seijiiirrru!?” Og hann sagði mér sögur og eftirfarandi er sagt rúmlega frá mínu sjónarhorni:

Eitt sinn fyrir stuttu varð ég svo fullur að ég:

 • Ráfaði inní íbúð félaga míns, svo gjörsamlega bunandi fullur að ég man ekki eftir því. Viðkomandi tjáði sig í sífellu að hann væri sofandi, en þrátt fyrir þær gegnvænlegu mikilvægu upplýsingar var sumt ekki að slá saman í heilabúinu að ég settist niður og bauð góða kvöldið. En eftir margítrekaðar tilkynningar frá viðkomandi að viðkomandi væri sofandi þá náði ég loks áttum og gekk útúr bílskúrsíbúðinni og arkaði áleiðis heim. Það var töluverður spotti af engu með smá malbiki er ég væntanlega ráfaði útaf og gekk á ENNeinn. Afleiðingarnar af þessum árekstri voru á þá leið að ég bakkaði á bláan ruslagám, snéri mér við og kýldi gáminn með berum hnefa. Að því afreksverkni loknu snéri ég mér á ný í átt að svefbýlum mínum og hélt áleiðis heim. Frá þeim tíma og þar til ég vaknaði veit ég eigi meir. Hvað þá frá þeim tíma til rúmlega sæmilega snemma um kvöldið.
 • Eftir daglangt fyllerí á fimmtudegi reifst ég harkalega við föður minn um hvað ég væri væntanlega ekkert svo agalega fullur eða einhverja tilfinningakrísu sem braust út við einhverja saklausa athugasemd frá pabba mínum en olli samt þeim hugbreytingum að ég varð alveg brjálaður og öskraði, hótaði líklegast ofbeldi með steyttum hnefum, hendi mér út og fleygði stólum (braut samt ekkert neitt) og var einsog skælandi aumingji í fanginu á einum besta vini mínum. Ég álykta að þetta hafi varið í rúmlega 30-45 mínútur þar til ég fór heim og henti mér draugfullum uppí rúm og vaknaði svo klukkan rúmlega sjö daginn eftir.
 • Hef skrifað heilan helling af stöffi, en vantar sárlega einhverja gagnrýni, góða og slæma - lof og hatur - til að vega á móti ofblásnu og furðulega vöxnu egói. Hver haldiði að ég sé? Einhver snillingur? Einhver bavíani? Hef ekki einu sinni gefið út bók og er enginn áhrifavaldur á þjóðfélagið. En er ávallt og alltaf frábær, nema þegar taugarnar taka flog. Næstum því einsog skátarnir, nema það lið er ömurlegt pakk.
 • Var einu sinni svo fullur að ég skrifaði vefbókarfærslu sem innihélt, vonandi, lítið af stafrfræðri- og málfræðivillum.

Blargh, blargh!

Sjúgið teppi með Lekseksual-ryksjúgu!

Fólk sem les þetta og skilur ekki eftir athugasemdir minnst 3svar á rúmlega þrem til fjórum mánuðum er með kynfæravörtur, stuttan fót, með gerviauga og rauðhærður!

7 Comments

 1. haf wrote:

  Ef þú ert að leita eftir egórúnki, þá get ég kannski friðþægt þig aðeins.

  Þú hefur skemmtilegan frásagnarstíl og póstar sjaldan innhaldslausu kjaftæði. það má alltaf deila um skoðanir, nenni ekki að fara út í í það.

  sunnudagur, nóvember 9, 2008 at 14:38 | Permalink
 2. Ég er nefnilega einmitt að fiska eftir egórúnki - það er gott fyrir sjálfstraustið.

  Er byrjaður að leiðast að gúgla nafnið mitt :P.

  sunnudagur, nóvember 9, 2008 at 15:30 | Permalink
 3. Freyr wrote:

  Sammála haf hér að ofan, ef þú vilt fá athugasemdir, skrifaðu þá eitthvað heimskulegt. Prófaðu að upphefja eitthvað trúarlegt eða pólitískt sem er gersneytt allri rökhugsun. Þetta er erfiðara en það hljómar, en með æfingu ættir þú að ná því - mæli með moggabloggi til að fá hugmyndir um hvernig á að byrja.

  mánudagur, nóvember 10, 2008 at 08:58 | Permalink
 4. Þórður Ingvarsson wrote:

  Hmm… já, þegar ég hugsa útí það þá er alveg óvenju erfitt fyrir mig að skrifa eitthvað heimskulegt og mun stúdera moggabloggið til að finna stílinn.

  mánudagur, nóvember 10, 2008 at 12:53 | Permalink
 5. bessi wrote:

  Mér finnst þú afar skemmtilegur penni og hnyttinn. Hef ekki orðið var við ofblásið egó.

  Svona svona elsku Doddinn minn :/.
  Áfengi er gott, í hófi…

  mánudagur, nóvember 10, 2008 at 21:23 | Permalink
 6. Ásta Elínardóttir wrote:

  FOKK ég trúi ekki að þú sér að kalla mig RAUÐKU!!!!!!

  You EVIL man…

  mánudagur, nóvember 10, 2008 at 23:35 | Permalink
 7. Onei, kallaði þig aldrei rauðku. Þú hefur gert athugasemd! Veeeiii!!!

  þriðjudagur, nóvember 11, 2008 at 13:39 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*