Skip to content

Betl

Æji, mikið agalega leiðist mér að gera þetta. Þetta er eitthvað svo, tja, desperat. Eitthvað svo? Þetta ER desperat. En maður verður víst að redda sér einhvernveginn og þegar maður er desperat þá gerir maður desperat hluti.

En þannig er mál með vexti að ég er alveg staurblankur aumingi. Á einhverja peninga sem eru fastir í verðbréfasafni en ég fæ ekkert að taka úr því vegna vandræða innlenda hagkerfisins og að sumir fjölmiðlar erlendis (þökk sé innlendum fjölmiðlum) halda að landið sé á barmi borgarastyrjaldar - víðsjáverðir tímar.

Eníveis, til að draga ögn úr vælinu þá er ég beinlínis að betla í ykkur lesendum, þ.e. ef þið eruð svo gjafmild og góð í ykkur, að styrkja mig um einhverjar krónur.

rkn. 0301 - 26- 7909
kt. 250979 - 5099

Mér finnst ég svo skítugur.

4 Comments

 1. Ásta Elínardóttir wrote:

  Ég er búin að redda þessu fyrir þig maður!

  Þetta hlýtur að endast þér út mánuðinn!!

  þriðjudagur, nóvember 11, 2008 at 14:34 | Permalink
 2. Haha!

  Þessi litli gullpeningur ætti að koma sér að góðum notum. Nautasteik, bökuð kartafla, rjómalöguð rauðvínssósa og svo japla á rússnesku styrjuhrogni með 13 ára gömlu Bordeux rauðvíni. Om nom nom.

  Þú ert æði! :)

  þriðjudagur, nóvember 11, 2008 at 14:45 | Permalink
 3. Alexandra wrote:

  Þórður þarf að komast í borg óttans til þess að vera viðstaddur 20 ára afmælið mitt!

  þriðjudagur, nóvember 11, 2008 at 20:05 | Permalink
 4. Ásta Elínardóttir wrote:

  Ég hef séð honum fyrir matarpening en einhver annar verður að taka það á sig að finna honum fararkost til að komast í borg óttans því mínu verki er lokið!!

  miðvikudagur, nóvember 12, 2008 at 12:53 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*