Skip to content

Listin að safna skeggi

Get ekki sagt annað en ég dáist að þrautseigjunni og metnaðnum hjá fólki sem safnar skeggi. Ég er ekki að tala um einhvern væskilslegan smá brúsk til að njóta hylli meðal kvenþjóðarinnar og samkynhneigðra karlmanna, ég er að tala um tug sentimetra löngu alskeggi líkt og lókal Hornfirska semí-selebrítið Leifi í Hólum, tveir eða þrír Ljótir hálfvitar, hið fagurlega og birkirauða skegg hins knáa trommara Kristjáns í Changer, Bootlegs og Dark Harvest og eflaust þónokkrir í viðbót sem vert er að nefna (til að mynda þessi ótölulegi fjöldi sem eru í allskonar skeggfélögum um víðan heim).

Að þessu hef ég stefnt í töluverðan tíma - einsog Marteinn Lúþer Kíng sagði í blíðskaparveðri fyrir framan fólk “Ég á mér draum [að vera með 40 sentímetra langt skegg!]” Mér hefur nú tekist að safna vænum barbarossa í nokkur skipti en alltaf gefist upp þegar brúskurinn nuddast í bringuhárin meðan ég sef.

En ég ætla, ó já, ég ætla að safna vænum vexti fyrir næsta Eistnaflug. Ó já! Það mun ég gera! Ó vei! Ég mun! Ég skal! Ég verð! Ó hvað ég sakna þín minn elskulegi barbarossa!

En hver er nú listin að safna skeggi?

Ekki raka það - bara snyrta.

Þetta hef ég lært af merkum mönnum.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*