Skip to content

Þú ert algjört rassgat!

Stundum berst tal að mjög merkilegum málhætti Íslendinga þegar eyjaskeggjar grípa til orða sem eiga að lýsa t.d. krúttlegum og/eða fallegum eiginleikum einhverja manneskju, til að mynda barns. Þá er sagt að barnið sé algjör rúsína (sólþurrkað vínber), rassgat (endaþarmsop) eða prumpulína (illa lyktandi snæri úr endaþarmi).

Maður spyr sig, gæti þetta verið því það er áhugaverður og skemmtilegur hrynjandi í þessum orðum? Að þetta hljómar krúttlegt þó það sé það ekki? Naflaló er til dæmis skemmtilegt orð, en er hægt að kalla einhvern naflaló útaf fríðleika viðkomandi? Ég meina, hver vill láta kalla sig sólþurrkaðan ávöxt eða endaþarmsop? Eða endaþarmsopnaflaló?

Við höfum þegar ansi góð og forkunnarfögur orð til að lýsa snoppufríðu og fallegu fólki. Þú ert með dýrðlegt andlit. Þessi manneskja er dásamleg. Mikið agalega er barnið þitt sætt. Og svona er nú hægt að halda áfram. Svo til hvers að kalla fólk rassgat eða rúsínu?

Ég krefst svara, strax!

Kreppan getur beðið!

(og ef þið lumið á fleiri viðlíka orðum, komiðmeðða)

4 Comments

 1. En mér finnst rúsínurassgöt svo gasalega falleg!! Mitt fegurðarskyn er nú bara fyrir mig að eiga.

  Kúkalabbi nota ég mikið líka.

  miðvikudagur, nóvember 12, 2008 at 23:11 | Permalink
 2. Alexandra wrote:

  Var einhver að kalla þig algjört rassgat? Hmm Þórður?

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 03:51 | Permalink
 3. Nei minn krúttlegi kúkalabbi. Þetta var samtal sem þróaðist í þessar afar djúpar vangaveltur sem ég varð að koma á framfæri til þjóðarinnar!

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 14:18 | Permalink
 4. “Kláðagimbill” þykir mér skemmtilegt orð, sem vel mætti rata inn í þessa hefð, litli kláðagimbillinn minn.

  miðvikudagur, desember 3, 2008 at 03:19 | Permalink

One Trackback/Pingback

 1. BlogDodd / Kláðagimbill og kúkalabbi on miðvikudagur, desember 3, 2008 at 12:31

  [...] um hvað, að undanskildu rassgat og rúsína, fólk notar til að lýsa yfir krúttleika kom Einar Steinn og Ásta E. með orð sem saman gæti verið nafn á næstu metsölubarnabókaseríu sem gæti þessvegna [...]

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*