Skip to content

Skorpusnípur, túrte og tussuduft

Einn snillingur kom með eitt viðurstyggilegasta samsetta orð sem ég hef heyrt, sem er “skorpusnípur”. Snípur er náttúrulega gullfallegt orð sem lýsir fádæma fögrum og fallegum hluta af kvennmannslíkamanum. En að skella “skorpu” sem viðskeyti á hinum íðilfagra “sníp” gefur manni netta klígju. Ég meina, hver vill sleikja skorpusníp? Það eina sem mér dettur í hug er náriðill.

Fyrir stuttu þá tók ég þátt í ágætis stafrænu spjalli við stúlkukind eina sem, í kjölfarið á langri runu af upphrópunarflippi, kom með orðið “túrte”. Eina leiðin sem ég gat lýst yfir þeirri ónotatilfinningu sem laust í mig var með hinum dæmigerða MSN-broskalli sem er grænn í framan. Túrte?! Má bjóða þér rjúkandi heitt túrte? Hannibal Lecter, skáldaði smekksmaðurinn sem hann er, mundi eflaust hugsa sig ögn áður en hann mundi neita pent.

Tussuduft er samsetning sem kom fram í einu sketsji í þáttunum Konfekt sem sýnt var á SkjáEinum fyrir einhverjum síðan. Í því atriði er öldruð kona í símanum að biðja einhvern, son sinn kannski, að versla hin og þessi ógeð og biður svo að lokum um “eitt kíló af tussudufti”.  Tussuduft?! Er það eitthvað sem maður sáldrar útí túrteið sitt áður en maður dýfir nýbakaða skorpusnípnum ofaní og maular á?

Sjitt, djöfulsins ógeð! Hvað er fólki?! Að láta sér detta svona í hug. Skandall segi ég!

(held að þetta sé ein viðurstyggilegasta fyrirsögn á færslu sem ég man eftir)

9 Comments

 1. Júlíus wrote:

  Já þetta er kannski ógeð.. en þú skrifaðir um það á alnetinu þar sem allir geta lært þessi orð.. hver er sekur og hver er saklaus?

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 19:45 | Permalink
 2. Það er ekki á minni ábyrgð hvort og hvernig fólk brúkar þetta, en ég tel það vera mína skyldu að vara fólk við þessu.

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 19:48 | Permalink
 3. Júlíus wrote:

  hefðir þú ekki skrifað þetta hér.. þá hefði ég hugsanlega alveg sloppið við að læra orð eins og túrte og tussuduft.. skorpusnípur hef ég heyrt

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 19:54 | Permalink
 4. En það er á þína ábyrgð hvernig þú ferð með þessi orð, ef ske kynni að þú valdir einhverjum skaða með orðabrúki þínu þá þýðir ekkert að koma skælandi til mín!

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 20:02 | Permalink
 5. Nafnlaus wrote:

  Ógeðslegasta orð í íslenskri tungu sem mér er kunnugt um er orðið

  “stút-kunta”

  -Kunta með svona stút.

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 20:08 | Permalink
 6. HAHA! Takk fyrir þetta. Var að fá eitt orð í hendurnar: Píkupura.

  Það sem mér finnst kannski athyglisverðast er skortur á viðlíka karllægum orðum. Máske bætist úr því…

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 20:26 | Permalink
 7. Kristín Kristjáns. wrote:

  Ekki ætla ég að dæma um það hversu viðurstyggilegar fyrirsagnirnar eru alltaf hjá þér en hitt er víst að það er næsta ómögulegt að skrolla niður blogg.gáttina og missa af hinum ágætustu hugleiðingum hjá þér.

  Það er nánast öruggt að ég stoppa alltaf við fyrirsagnirnar þínar því ég þarf alltaf að lesa þær aftur til að ná að melta þær.

  En ég á því miður engan gullmola í safnið hjá þér.

  fimmtudagur, nóvember 13, 2008 at 22:58 | Permalink
 8. Tja, það er nú sjaldan sem viðurstyggilegar fyrirsagnir birtast hérna hjá mér, nema þegar ég vill virkilega reyna vekja upp viðbrögð hjá fólki - sem tekst, að því er virðist, ansi sjaldan.

  En það er bara svo að venjulegt fólk sem stundar internetið er oft mjög smeykt við að skilja eftir athugasemdir sökum hræðslu - ja kannski ekki hræðslu beint, má kannski kalla það vissa viðkvæmni (væntanlega er til betra orð) - við því hvað annað fólk hefur að segja. Það er nefnilega merkilegt hvað orð hafa mikil áhrif, jafnvel þó þau séu skrifuð í mesta sakleysi. Auga sjáandans, sjáðu nú til.

  Það sem ég átti nú meira við var að ég man ekki eftir jafn viðurstyggilegri fyrirsögn neinstaðar þar sem ég hef ráfað um og fylgst með eyðilendur hins innlenda vefbókarsvæðis.

  Kannski hef ég rangt fyrir mér.

  Engu síður er gott að vita að það er til fólk sem les það sem ég hef að segja og segir frá því og fyrir það áttu mína þökk fyrir.

  föstudagur, nóvember 14, 2008 at 01:51 | Permalink
 9. Ibba stibb wrote:

  já djöfulsins ógeðs orð! Ég man að ég og Júlli fórum sumarið 2007 í asna í körfubolta og þá voru álíka orð notuð í staðin fyrir þetta týpíska. Orðin sem hann Júlíus stakk upp á voru hin anstyggilegustu sem nokkur maður hefur komið út úr sér held ég nú bara.

  sunnudagur, nóvember 16, 2008 at 23:24 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*