Skip to content

Sálumessa fyrir Jean-Claude Van Damme!

Á ferðum mínum um hinn víðáttufagra veraldarvef rakst ég á tilkynningu um kvikmynd með vöðvabúntinu frá Brüssel, Jean-Claude Van Damme, sem gerði garðinn frægan með fínustu kúngfú- og hasarmyndum einsog Bloodsport, Double Impact, Universal Soldiers (ásamt sænska tröllinu Dolph Lundgren), Hard Target og Timecop. Frægðarljóminn skein bjart en byrjaði að flökta rétt uppúr miðbik tíunda áratugarins þar til árangurinn hans var ekki orðin meiri en pínulítill neisti í málmbræðsluverksmiðju.

En árið tvöþúsundogátta virðist vera árið sem fyrrum hasarstjörnur rífa sig upp á rassgatið og koma alþjóð á óvart. Mér nægir að nefna RAMBO með Sylvester Stallone - sem er án efa ein allra besta myndin þetta árið sem mun vitaskuld ekki vera tilnefnd til verðlauna - en fær samt áhorfendaverðlaun fyrir PURE AWESOMENESS!!!

Nú ætlar hinn fjöritíuogátta ára gamli kikkboxer að sýna hvað í sér býr með myndinni JCVD, sem virðist vera sæmilega sjálfhverf en alveg gríðarlega skemmtileg mynd og gerð með það í huga að, fyrrum og nýjum (og þeir sem hafa aldrei hætt), aðdáendur geta haft gaman af henni og jafnvel þeir sem hafa aldrei verið hrifnir af verkum Jean Claude Van Dammes. Þarna er persóna hans brotin niður, tætt og rifin - gerður að skattsvikara, er í forræðisdeilu, orðinn gjaldþrota og að verða glæpamaður. Ég er alveg gríðarlega spenntur yfir þessari mynd.

Hvað með ykkur?

Tíser

Amrísk stikla

Alþjóðleg stikla

2 Comments

  1. Húúú, svona eins konar ‘Being John Malkovich’-thingy, kannski? Spurning um að tékka.

    Arnie - Hvar ertu?!?

    fimmtudagur, nóvember 20, 2008 at 11:06 | Permalink
  2. Ég ELSKA Jean-Claude Van Damme!!!

    Svo ég er glöð semsagt…

    föstudagur, nóvember 21, 2008 at 16:06 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*