Skip to content

Eldur í ganginum!

Horfði á Aliens (director´s kött) á stafrænum fjölbreyti-disk, einsog ég á til með að gera, enda frábær mynd. Ég gerði mér þann grikk að horfa á hana með íslenskum texta. Það vekur mér furðu hverskonar moðhausar fá það starf að þýða kvikmyndir á íslensku - en Aliens er ekkert einsdæmi þegar kemur að alveg hreint skelfilegri þýðingavinnu.

Að það sé súkkulaðifrómas í toppstykkinu hjá sumum af þessum skíthausum er bara ekki nógu lýsandi. Hvað þá morkinn múrsteinn á milli eyrnana. Botnfall úr rotþró frá elliheimilinu Grund í kúpunni kemst næstum því í tæri við vitsmuni þýðandans - og jafnvel þá er ég að vera fullljúfur og blíður. Sjitt, það mætti kalla þetta ást!

Það er bara alveg hreint með ólíkindum fávitaskapurinn sem á sér stað í þýðingunni, líkt og að starfið hafi verið veitt til tólf ára fjölfatlaðan mongólíta í hjólastól með athyglisbrest og ofvirkni sem var að reyna spila Counter-Strike með vinstri fót meðan hann hlustaði á dæalogin og hripaði niður eitthvað rugl á notaðann klósettpappír með rassgatinu á sér. Hvernig öðruvísi er til dæmis hægt að útskýra það að þegar hermaður varar við því að verið er að skjóta úr byssu, s.s. “Fire in the hole!”, að hann sé í raun að meina að það sé kviknað í? Hermaðurinn er meira segja með byssu! Og það er verið að skjóta úr fokking byssu!

Í fyrstu hélt ég að þetta væri einhver pískaður átta ára Indverji í þýðingarþrælakistu í Timbúktú með Ensk-Íslenska orðabók við hendurnar, en mig grunar sterklega að Dhirendra Lalitmohan hefði staðið sig betur en sá sem stóð að þessu helvíti, enda neita ég að trúa því að einhver fullorðinn, heilbrigður og jafnvel menntaður einstaklingur sé virkilega að vinna við þýðingarvinnu - í alvörunni að fá borgað í beinhörðum peningum - sem er með enskukunnáttu á við heyrnalaust, blint og daufdumbt barn með enga útlimi.

Það eina sem ég hefði borgað viðkomandi væri hnefi í andlitið og Jónínu Ben-stólpípu nema með sjóðandi heitu kaffi. Sem er eitthvað sem viðkomandi á fyllilega skilið fyrir svona hryllilega afskræmingu á enskt og íslenskt tungumál. Sérstaklega ef hann er með blæðandi, utanáliggjandi gyllinæð.

viðbót 25.11.08 - 03:00 - Ég hélt endilega að Vasques sagði “fire in the hall!” þegar hún var að prófa sjálfvirku hríðskotabyssurnar, en að sjálfsögðu er það “fire in the hole!” - sem einfaldlega gerir þessa þýðingarvillu óafsakanlega! Ætla að grafa upp nafnið á þessum mannfjanda sem sá um þetta og mun nota það einsog annað fólk talar um fávita!

4 Comments

 1. Freyr wrote:

  Fyrir einhverjum árum var til síða sem tók saman svona þýðingarglappaskot: http://tobakstugga.klaki.net/
  Hefur ekki verið starfhæf í rúm 4 ár, en margt skondið hægt að lesa þarna.

  Annars er það “fire in the hole”, ekki “hall”:
  http://en.wikipedia.org/wiki/Fire_in_the_hole

  mánudagur, nóvember 24, 2008 at 09:21 | Permalink
 2. Haaahahahahahaaaahh!! Þetta er hrein klassík, það besta síðan Lance B. Johnson ‘Missti Sýruna’ í Apocalypse Now.

  mánudagur, nóvember 24, 2008 at 15:17 | Permalink
 3. Freyr: Þú lentir í spamvörn. Alveg rétt með heimasíðuna, var að reyna rifja þetta upp. Takk.

  En varðandi hall eða hole - þá er það “Fire in the hall” í Aliens, þó það sé vanalega “fire in the hole” annarastaðar. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að verið er að skjóta í ganginum. ;)

  mánudagur, nóvember 24, 2008 at 20:48 | Permalink
 4. Jú, auðvitað er þetta “Fire in the hole!” - my bad - en það gerir þessa þýðingarvillu bara enn fokking verri!!!

  AAARGH!!!

  þriðjudagur, nóvember 25, 2008 at 03:04 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*