Skip to content

Lítill hópur í kringum hann

Matthías Ásgeirsson, formaður Vantrúar, á sér aðdáanda. Einhverskonar Í bítið-eltihrelli sem lætur alltaf í sér heyra um leið og minnst er á Vantrú og Matthías Ásgeirsson í Í bítið. Í þau skipti sem viðkomandi aðili, köllum hann bara Jón, hefur hringt inn í Í bítið til að ræða um þessi málefni þá segir Jón nær alltaf það sama, að Matthías Ásgeirsson sé leiðinlegur og að félagið Vantrú sé lítill hópur sem er varla marktækur útaf því hann er svo lítill. Þetta er merkilega gallalaus röksemdarfærsla. Með sömu rökum er hægt að útiloka eftirfarandi hópa úr allri þjóðfélagsumræðu:

 • Þingmenn
 • Ráðherrar
 • Seðlabankastjórar
 • Prestar
 • Biskupar
 • Forsetar
 • Femínistar
 • Auðmenn
 • Blaðamenn
 • Fréttaþulir
 • Umsjónarmenn morgunútvarps
 • Egill Helgason

Eini marktæki hópurinn í þjóðfélaginu væru kannski ófaglærðir heilbrigðisstarfsmenn, fiskvinnslutæknar og atvinnulaust fólk. Kannski, en það fer eftir því hversu stór hópurinn þarf að vera til að teljast marktækur. 500? 1.000? 10.000?

Svo má ég til með að minnast á að ég dýrka og tilbið auðvitað Matthías Ásgeirsson, eða Matti Á. (sálina þína) einsog fylgjendur hans kjósa að kalla hann, enda ekki annað hægt. Hann er formaðurinn og ég er bara ómerkilegur niðursetningur. Já, og ritstjóri. Til að mynda er ég í Vantrú útaf því að Matthías er þar, ég horfi á kvikmyndir því að Matti gerir það og svo hlusta ég á tónlist því ég hef heyrt að Matti Á. geri það líka, svo borða ég heimalagað pestó í öll mál núna útaf því Matthías Ásgeirsson gerði það einu sinni. Ja, borða, ég sýg það bara með röri. Og það er svo gooooott.

3 Comments

 1. Matti wrote:

  Bíddu bíddu bíddu, var ég búinn að veita þér leyfi til að skrifa þessa bloggfærslu :-( Þetta verður tekið fyrir á næsta fundi (eftir kynsvall og annað sukk).

  Annars skellti ég upptöku af aðdáanda mínum á netið: http://www.orvitinn.com/2008/11/26/13.45/

  miðvikudagur, nóvember 26, 2008 at 13:44 | Permalink
 2. bessi wrote:

  já, Jón… Valur?

  Skemmtilegt innlegg annars.

  miðvikudagur, nóvember 26, 2008 at 16:19 | Permalink
 3. Ó! Þú háæruverðugi formaður og ljósið í lífi mínu - mig minnir að í samningnum um sál mína og skoðanir að mér sé veitt leyfi að birta minnst eina færslu á ári þar sem ég upphef þig í hávegum.

  Það ætti að vera þarna í 356. grein… nokkuð viss um það.

  miðvikudagur, nóvember 26, 2008 at 19:15 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*