Skip to content

Fátækur ertu greyið bæði af anda og orðum!

Það er ýmislegt sem kemur að er myndar þann tilfinningakokteill sem er sjóðandi biturt, saltvot og beiskt. Þungir þankar sem ég bágt með að tjá mig um. Íþyngjandi vandamál sem hrjáir eflaust marga, en það varðar mig ekkert um, enda hrjáir það mig mest. Algjört andleysi, hið gneistandi heilabú er rafmagnslaust, ég er að veslast upp í algjöru vonleysi. Hugmyndasnauður veraldarsauður. Velti því fyrir mér hvað það er sem drap mína drauma. Eflaust ég. Sköpunargleðin kemur stundum en oftast fer - hverfur í ljósvakan.

Fór til læknis um daginn sökum veikinda, sérstaklega sárinda í hálsi. Ætlaði nú bara að setjast niður hjá doktornum til að ræða um það tiltekna mál. Lýsi mínum kvillum. Það er vont að kyngja, finnst sjálfum að þetta sé ekki hálsbólga. Hann skoðar uppí kjaftinn á mér. Ég segi “aaaaa”. Hann vill athuga hvort ég gæti verið með streptó og treður bómullarpinna í kokið á mér.

Meðan við bíðum eftir niðurstöðu af því prófi, sem er líkt og þungunarpróf, spyr hann mig um annað. Deildarstjórinn hefur haft einhverjar “áhyggjur” af mér vegna þess að hún sagði mér upp í lok september - uppsögn er tók gildi í október. Uppgefin ástæða var sú að ég hafi sofnað á næturvakt þann 6. og 7. september - en ég hef vissulega líka sofnað á fleiri vöktum er deildarstjóri hefur rætt við mig. Það er nú ekki þannig að maður mætir sérstaklega á næturvaktir til að fara lúra. Tja, það væri einsog að mæta á morgunvaktir til að fá að sofa út.

Gaman frá því að segja að það virtist alltaf vera sama manneskjan sem fór rakleiðis til deildarstjórans varðandi þetta stórmál - köllum hana bara Kolbrúnu Jónsdóttur. En einhverntíman - veit ekki hvenær, veit ekki hvernig -  á einhvern hátt skeit ég sandi uppí píkuna á henni með þvílíkum krafti að hún hefur greinilega ekki enn náð að sópa öllu draslinu úr tussunni á sér. Sosum er hægt að segja upp stórum hluta starfsmanna er vinna á næturnar á þessum forsendum. En munurinn á henni og mér (og öðrum) er sá að ég stjaka við fólki þegar eitthvað kemur uppá ef samstarfsmaður hefur sofnað, en kalla ekki í viðkomandi á hinum enda gangsins. Kannski er það móðins á viðkomandi heimili að vekja fólk með því að kalla á það eða hvísla til þess í öðru herbergi, kannski. Svo virðist hún láta tíðahringinn bitna á fólkinu í kringum sig. Ég gef mér leyfi að koma með nokkrar upphrópanir svona sisvona án þess að það komi þessu máli nokkuð við: Þurrkunta, drullutussa og skítuga mella,

Líklegasta ástæðan tel ég nú bara vera að þetta eigi eingöngu að vera einhver kellingaklúbbur - kaddlmenn bannaðir. En eftir áramót þá verður það bara húsvörðurinn og kokkurinn í þessu hænsabúi sem hinn spikfeiti sjálfstæðisrass getur setið á og þóst verið merkileg.

Það athyglisverða við uppsagnarbréfið er að það er dagsett 16. ágúst. Glöggir lesendur taka kannski eftir einhverju misræmi í dagsetningu.

En, semsagt þessar áhyggjur deildarstjórans voru víst á þá leið að ég gæti verið þunglyndur útaf uppsögninni og hún fann sig knúinn til að skipta sér af venjulegri lækniskoðun og fá einhvern lækni til að spurja mig útí mína líðan á einstaklega vandræðalegan hátt.

Jahá.

Það er eitthvað að angra mig… veit ekki alveg hvað.

Svo var þetta víst bara einhver vírus, og ég er skárri núna.

Þetta var þó ekki krabbamein. Ho, ho, ho!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*