Skip to content

Kláðagimbill og kúkalabbi

Eftir þrautlausa athugun lesenda um hvað - að undanskildu prumpulína, rassgat og rúsína - fólk notar til að lýsa yfir krúttleika komu þau Einar Steinn og Ásta E. með orð sem saman gæti verið nafn á næstu metsölubarnabókaseríu sem gæti þessvegna fengið titillinn Krúttinn og þessa afar skrautlegu undirtitla. Söguþráður og svoleiðis smáatriði skiptir ekki máli í bili, það kemur seinna. En vósamólí maður, þetta er bara Nóbelsmateríal:

  1. Krúttin I: Rúsínan og rassgatið
  2. Krúttin II: Kláðagimbill og kúkalabbinn
  3. Krúttin III: Píkustag og prumpulína

Sá eða sú eða þeir eða þau sem munu nýta sér þessa bókartitla eiga pottþétt eftir að raka inn monníngum. Held að ýmsir séu að sjá heilu peningafjöllin, tíkurnar, demantshúðaða kleinuhringi og allskonar blíngblíng í hyllingum bara við það að lesa þessa færslu.

Þetta eru líka tilvaldir titlar á næstu Sigur Rós, Múm eða Ólöfu Arnalds-plötu.

Möguleikarnir eru endalausir.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*