Skip to content

Gleðileg fjármál

Þegar ég skoðaði launaseðilinn hélt ég að einhver hafi farið verulega á mis. Hitti svo launafulltrúann og spurðist ögn fyrir og samkvæmt þeirri mætu manneskju voru engin mistök í útreikningum. Í kjölfarið fór ég að velta vöngum, sem er náttúrulega ekki gott fyrir ráðandi öfl. Tók ég að mér einhverja launaskerðingu í kjöflar uppsagnar? Var kannski einhver bæjarsparnaður í gangi sem ég vissi ekki af?

Eitthundraðogfjöritíuþúsund íslenskar krónur útborgað, og það með desemberuppbót, fyrir áttatíu prósent starf. Þessi uppbót samsvaraði sem rúmlega fimmtíuþúsund krónum. Semsagt fyrir aðhlynningu aldraðra í áttatíu prósent starfi er maður að fá rúmlega nítíuþúsund kall. Er þetta kannski ástæðan fyrir áhyggjum deildarstjórans af minni andlegri líðan?

Já, það gjörsamlega margborgar sig að vera í þessu starfi, seisei já. Enda geta sumir ekki beðið eftir að fá sinn eigin saurskeinara, persónulega vekjaraklukku og gervivin þegar komið er á aldur. Ó vei, ekki sé minnst á þá sólahringsþjónustu til að fylgja viðkomandi á klósettið. Efast ekki um að þingmenn, ráðherrar og aðrir bíða spenntir eftir þessum gullnu árum.

Er með fjögurhundruðþúsund krónur í yfirdrætti, er að borga af tveimur lánum á mánuði sem eru um fjöritíuþúsund krónur, svo er það sirkabát tíþúsund kall í símareikning. Heppinn ég? Já, kannski. Heppinn að ég sé ekki í leiguíbúð, er ekki með bíl og hvað þá börn.

Eitthundraðogfjöritíuþúsund krónur. Kalikkað. Það er ekkert betra en að vera ofurláglaunaður.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*