Skip to content

Svefn- og vellíðunarþjónusta Þórðar

Áttu það til að bylta þig um í rúminu með galopin augun í veikri von um að geta sofnað? Er krónískt svefnleysi að hrjá þig? Geturðu ekki lagst fyrir á rólegan hátt? Áttu bágt með að loka augunum og fengið væran blund? Dreymir þig illa? Saknarðu mömmu þinnar?

Býð fram þjónustu mína að vitja fólk sem á erfitt með því að sofa. Mæti á staðinn á þeim tíma sem viðkomandi vill sofna, les uppúr góðri bók og/eða syng vögguvísur fyrir viðkomandi, breiði sængina yfir og hvísla fögur orð svo að viðskiptavinur getur sofnað værum svefni og vaknað eldhress daginn eftir til að takast á við daginn.

Aðeins þrjúþúsund krónur hvert kvöld. Hægt er að kaupa sérstakt mánaðarkort sem kostar aðeins tíuþúsund krónur.

Aukaleg þjónusta:

Flóuð mjólk með hunangi
Klappa á kollinn
Kyssa létt á kinnina
Strokið um hárið
Sitja í klukkutíma eftir að viðkomandi hefur sofnað
Slökkt á ljósum
Hallað hurðinni
og fleira

Kostnaður við þessa aukalegu þjónustu fer eftir tíma og erfiði.

Sérstakur jólaafsláttur:

Get, ef viðkomandi vill, sagt “Ég elska þig” rétt einsog pabbi gerði þegar þú varst þriggja ára.

Er með unaðslega flotta rödd.

4 Comments

 1. Múffi wrote:

  ok þetta er bara krípí

  fimmtudagur, desember 4, 2008 at 18:30 | Permalink
 2. Að þér finnist þessi vinalega þjónusta vera krípí segir nú margt um þinn sauruga hugsunarhátt þú skítugi pervert og ómenni.

  Ojbara.

  fimmtudagur, desember 4, 2008 at 18:45 | Permalink
 3. Hjördís wrote:

  En hvað getur þú gert fyrir manneskju sem steinrotast um leið og hún leggst á koddann en hrekkur upp mörgun sinnum á nóttu.

  fimmtudagur, desember 4, 2008 at 21:09 | Permalink
 4. Gæti gert svotilkallaða neyðarpakka fyrir fimmara, semsagt setið yfir viðkomandi og sagt “Svona, svona - sofðu unga ástin mín…” í hvert sinn sem svefnlingurinn vaknar.

  fimmtudagur, desember 4, 2008 at 22:36 | Permalink

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*