Skip to content

Ég ætti að vera brjálaður

Mér er sagt upp með bréfi meðan ég er að taka síðustu daga í sumarleyfi í september, það rétt áður en bæjarstjórn samþykkir vissar siðferðisreglur varðandi uppsagnir hjá bænum vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Er á gjörsamlega strípuðum vöktum - þ.e.a.s. sama sem engin yfirvinna - sem skilar sér í skítalaunum. Fyrir 80% starf er ég að fá næstum 90þ. krónur sem er verra en byrjendalaun - jafnvel verra en atvinnuleysibætur - þrátt fyrir 3 ára og fjögra mánaða starfsaldur.

Deildarstjórinn skiptir sér af venjulegri læknisskoðun með “áhyggjum” af andlegri líðan vegna uppsagnar og virðist svo vinna í því að forðast mig.

Af hverju ég er ekki snælduvitlaus yfir þessu háttalagi er væntanlega útaf því ég tek flest öllu með fullmikilli ró.

En það er komin smá hiti í mig.

Loksins.

Hversu langt það nær kemur bara í ljós.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*