Skip to content

Börnin eru framtíðin og börnin eru heimsk

Merkileg lunda í landsmönnum að treysta og stóla á börn framtíðarinnar, hvað börnin eru yndisleg og saklaus en í sömu andrá nota börn sem skammaryrði. Slíkt má til dæmis sjá í umræðum um nýleg mótmæli við ráðherrabústaðinn þar sem 20-30 einstaklingar - eða börn - komu saman til að meina ráðherrum inngöngu og svo birtist álíka ef ekki meiri fjöldi lögreglubarna til að takast á við þessi börn. Svo vekur það furðu ráðherrabarna að þessi börn skulu bíta!

Í Grikklandi eru nokkur börn brjáluð eftir að lögreglubarn skaut annað unglingsbarn með byssu. Börn falla í unnvörpum úr kóleru í Zimbabve. Mömmubarn drap sitt eigið langveika barn í Bretlandi. Nýlega var svart barn kosið sem forseti í Barnaríkjunum. Og kjarnorkubörnin í Indlandi og Pakistan eru alveg að bilast.

Hér eru ráðherrabörn ráðvillt og vita ekki neitt og reyna róa hin börnin niður sem tekst afar misvel - ráðherrabörnin stóla svo á framtíðarbörnin til að leysa úr þessum barnalega vanda líkt og ráðherrabörn fortíðar stóluðu á börn nútíðar til að leysa úr einhverjum öðrum vanda sem leyst var með barnalegri skammtímalausn sem tókst svona afskaplega vel - not! Svo kemur í ljós hvað litlu Jesúbörnin munu gera í kjölfarið á kroti jafningjabarnanna. Á meðan leika ríku börnin með nýju leikföngin sín í úgglöndum. Svo eru það öll fréttabörnin sem segja barnalegar fréttir á barnalegan hátt og á barnalegum tíma og fá svo önnur börn til að tala illa um öll hin börnin. Það er ekki einn einasti fullorðinn maður hér á þessi barnalega skítaskeri í norðri. Það sætir furðu og finnst mér það barnalegt.

Skítasker í norðri er kannski ekki nógu lýsandi - skólalóð í norðri væri máske nærri lagi.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *
*
*